04. okt. 2010

Umhverfismál, samheldni og upplýsingatækni í brennidepli á allsherjarfundi Héraðanefndar ESB

Allsherjarfundur Héraðanefndarinnar og OPEN DAYS hefjast í dag

  • logo_opendays

Allsherjarfundur Héraðanefndar ESB stendur frá 4.-6. október. Fundurinn mun m.a. fjalla um samheldnistefnu Sambandsins, loftslagsbreytingar, umhverfismál og upplýsingatæknimál með það markmiði að greina hvernig svæðisbundin stjórnvöld geta stuðlað að sjálfbærri, hátæknivæddri Evrópu og markmiðum Europe 2020. Á allsherjarfundi Héraðanefndarinnar og OPEN DAYS koma saman kjörnir fulltrúar hvaðanæva úr Evrópu til að ræða stefnumál sín og hafa áhrif á ákvarðanatöku ESB.

Umhverfismál eru eitt meginþema OPEN DAYS í ár og því stendur Héraðanefndin fyrir tveimur viðburðum sem fjalla um mikilvægi sveitarfélaga og staðbundinna yfirvalda á þessu sviði. Þann 4. október mun ráðherra umhverfismála, Janez Potočnik, styðja álit Paulu Baker um hlutverk sveitarfélaga og svæðisbundinna yfirvalda í umhverfisstefnu ESB. Degi síðar mun ráðherra lofslagsmála, Connie Hedegaard, vera viðstödd undirritun samnings milli Héraðanefndarinnar og Ráðstefnu bandarískra borgarstjóra um að deila þekkingu og reynslu til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Á OPEN DAYS er að finna kynningar á hundruðum fyrirmyndarverkefna sem styrkt hafa verið með sjóðum ESB. Samþykkt Europe 2020 og það að núgildandi samleitnistefna rennur sitt skeið árið 2010 kallar á umræðu um næstu skref og inntak samleitnistefnu framtíðarinnar en Héraðanefndin mun álykta um þetta á morgun 5. október.

Héraðanefndin hefur vakið máls á göllum VLF sem mælikvarða á efnahagslega frammistöðu og kallað eftir nýjum vísum til að leggja mat á velmegun, velferð og lífsgæði í Evrópu. Nefndin mun fjalla um nýja mælikvarða á allsherjarfundinum, þar sem sérstök áhersla verður lögð á sjálfbærni.

Víða í Evrópu bera sveitarfélög ábyrgð á félagsþjónustu og almannaþjónustu s.s. almenningssamgöngum, orkuveitu og menntakerfi. Því mun Héraðanefndin funda á miðvikudaginn með fulltrúa belgísku formennskunnar til að ræða almannaþjónustu sveitarfélaga. Upplýsingatæknimál eru einnig til umfjöllunar á miðvikudaginn en  þá mun varaforseti framkvæmdastjórnar ESB, Neelie Kroes, kynna stafræna áætlun sambandsins (Digital Agenda).

Sýnt verður beint frá fundum Héraðanefndarinnar.

Dagskrá allsherjarfundarins

OPEN DAYS