06. feb. 2014

Umeå í Svíþjóð og Riga í Lettlandi eru menningarborgir Evrópu árið 2014

  • 800px-Riga_-_Latvia

Umeå í Svíþjóð og Riga í Lettlandi eru menningarborgir Evrópu árið 2014. Menningarborgirnar undirstrika fjölbreytileika og grósku evrópskrar menningar og styrkja ímynd Evrópu. Rúmlega 40 borgir hafa þegar hlotið þennan heiður, þar á meðal Reykjavík árið 2000.

Aukin menningarskipti

Umeå er fyrsta menningarborg Svíþjóðar síðan Stokkhólmur hlaut nafnbótina árið 1998. Umeå er ein helst miðstöð rannsókna í Svíþjóð. Hún er ríflega 600 kílómetra norður af Stokkhólmi. Sem menningarborg Evrópu mun Umeå kynna Norður-Svíþjóð fyrir Evrópubúum og styrkja menningarsamstarf borgarinnar við önnur Evrópulönd.

Þar sem nútíminn og sagan mætast

Riga er höfuðborg Lettlands og stærsta borgin við Eystrasaltið. Saga hennar spannar meira en 800 ár sem endurspeglast í heillandi byggingarlist borgarinnar. Staðsetning Riga miðsvæðis við Eystrasaltið gerir það að verkum að hún er mikilvæg miðstöð menningar, iðnaðar, verslunar og viðskipta.