13. nóv. 2013

Söguleg stund í samstarfi evrópskra dreifbýlishreyfinga - Evrópska dreifbýlisþingið kemur saman í fyrsta sinn

  • ERP-1

Fyrsta evrópska dreifbýlisþingið kom saman í dag 13. nóvember í Brussel. Þátttakendur frá rúmlega þrjátíu Evrópulöndum og svæðum og fulltrúar um sjötíu mismunandi dreifbýlissamtaka þinguðu til að fjalla um málefni hinna dreifðu byggða í Evrópu.

Markmið vettvangsins er að koma málefnum hinna dreifðu byggða á dagskrá Evrópusambandsins og að hafa áhrif á stefnumörkun ESB. Fulltrúar ESB stofanana sátu þingið og tóku þátt í umræðunum ásamt fulltrúum dreifbýlis. Fjórir íslenskir fulltrúar sátu þingið, m.a. fulltrúar samtakannna Landsbyggðin lifi.

Fyrirmyndin að dreifbýlisþinginu er sænsk en í Svíþjóð mætast grasrótarsamtök og yfirvöld reglulega á jafnréttisgrundvelli á Sænska dreifbýlisþinginu sem haldið hefur verið undanfarin tólf ár.

Að hittast og ræða saman á þennan hátt er einstakt og hefur aldrei áður verið reynt á þessum vettvangi, segir Staffan Nilsson, formaður Öll Svíþjóð lifi (Hela Sverige ska leva) og stjórnarformaður undirbúningsnefndar evrópska dreifbýlisþingsins.

Markmið þingsins er að hreyfingarnar, sem taka þátt, öðlist skilning á hversu fjölmörg mál og hugðarefni eru sameiginleg og vinni saman.  Gæði skóla, kynjajafnrétti í byggðaþróun, aðgangur að heilbrigðisþjónustu og margvíslegri grunnþjónustu og möguleikar til að hafa áhrif á Evrópusambandið voru meðal viðfangsefna sem snert var á í tillögum til ESB sem unnar voru í átta vinnuhópum á þinginu.

Þarna fengum við fram frábæra blöndu hugmynda, bæði frá yfirvöldum og almenningi, tengda raunverulegum aðstæðum. Vinnuferlið heldur svo áfram eftir þingið þar sem vinnuhópar munu taka við verkefnum og niðurstöðum og gera síðar grein fyrir framgangi mála sem þeim hafa verið falin. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt vinnulag (módel) er notað innan Evrópusambandsins, segir Inez Abrahamzon verkefnastjóri ERP og stjórnarformaður Öll Norðurlöndin lifi (All North Shall Live).

Þann 14. nóvember munu fulltrúar dreifbýlisþingsins kynna þingmönnum Evrópuþingsins niðurstöðurnar.  Ætlunin er að Dreifbýlisþingið komi saman á tveggja ára fresti. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu þingsins.