12. sep. 2013

Ráðstefna í Kaunas, Litháen 23-25. september 2013 til að leiða saman mögulega samstarfsaðila á sviði æskulýðsmála til þátttöku í verkefnum styrktum af Þróunarsjóði EFTA

Umsóknarfrestur rennur út 13. september. Skipuleggjendur bera kostnað af þátttöku.

  • born

Þróunarsjóður EFTA styrkir verkefni til að bæta stöðu litháenskra barna og unglinga sem eiga undir högg að sækja.  Sjóðurinn hyggst m.a. styrkja  uppbyggingu félagsmiðstöðva, þjálfun starfsfólks og þróun félagsstarfs í æskulýðsmiðstöðvum. Aðilum sem starfa á þessu sviði og hafa áhuga á samstarfi við Litháen er bent á að hafa samband  við Paulius Gedvilas, Ministry of Social Security and Labour of the Republic of Lithuania, Children  Division, EEE grants coordinator, sími:+370 706-68247, netfang: Paulius.Gedvilas@socmin.lt.