03. sep. 2013

Heimsþing alþjóðasamtaka sveitarfélaga, borga og héraða (UCLG) í Rabat, Marokkó 1.- 4. október 2013

Skráning stendur til 20.september

  • mynd-radstefna

Dagana 1.- 4. október nk. munu meira en 3000 kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi koma saman í  Rabat í Marokkó til að ræða sameiginleg hugðarefni ásamt því að taka þátt í vinnuhópum og málstofum, en aðalfyrirlesari þingsins verður Roger Bruce Meyerson, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði. 

Samband íslenskra sveitarfélaga á aðild að Alþjóðasamtökum borga og sveitarfélaga, United Cities and Local Governments (UCLG).  Samtökin eru stærstu samtök sveitarfélaga og borga heims; meðlimir eru fulltrúar meira en helmings jarðarbúa.  Samtökin vinna að því að styrkja stöðu sveitarstjórnarstigsins gagnvart Sameinuðu þjóðunum og Alþjóðabankanum og leggja áherslu á hlutverk sveitarfélaga og borga í hnattrænu þróunarstarfi, sjálfstjórn sveitarfélaga og dreifstýringu, staðbundið lýðræði á hnattræna vísu og uppbyggingu landssambanda sveitarfélaga svo fátt eitt sé nefnt.