11. mar. 2013

Halldór Halldórsson gestur á þingi skoska sveitarfélagasambandsins

  • HH-Skotland

Þing skoska sveitarfélagasambandsins, COSLA, var haldið í St. Andrews 7.-8. mars sl. Halldóri var boðið að taka þátt í þinginu, ásamt hollenskum starfsbróður sínum til að ræða stjórnskipunarlega vernd sveitarfélaga gagnvart ríkisvaldinu. Umræðan er þáttur í undirbúningi skoska sveitarfélagasambandsins vegna væntanlegrar þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands sem verður haldin árið 2014.

Skosk sveitarfélög búa við allt annað lagaumhverfi en íslensk og hollensk sveitarfélög og mun minni stjórnskipunarlega vernd. Skosk sveitarfélög eru meðal þau stærstu í Evrópu. Íbúar eru um 5 milljónir og sveitarfélögin eru 32 með að meðaltali 162 þúsund íbúa. Skoska ríkisstjórnin er með áform um að fækka sveitarfélögunum enn frekar, jafnvel niður í 15 í hagræðingarskyni.

Sveitarfélögin hafa mjög takmarkaða sjálfstæða tekjustofna og eru mjög undir hælnum á ríkisvaldinu. Það vakti því verulega athygli meðal þinggesta að heyra um fyrirkomulag íslenskra sveitarstjórnarmála þar sem íbúar sveitarfélaga er allt niður í 50-60, með eigin tekjustofna og ríkisvaldið hefur lögbundna skyldu til samráðs og kostnaðarmats á áhrifum nýrrar lagasetningar. Þrátt fyrir þetta er ýmislegt áhugavert í skoskum sveitarstjórnarmálum. Skosk sveitarfélög hafa flest tileinkað sér markvissa árangursstjórnun og í gildi eru samningar milli sveitarfélaga og þjónustustofnana ríkisins til að stuðla að heildstæðri þjónustu við íbúa.