09. júl. 2012

Allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga

  • banner-GA-IC

CEMR eru stærstu sveitarfélagasamtök Evrópu og Samband íslenskra sveitarfélaga á aðild að þeim. Þriðja hvert ár heldur CEMR Allsherjarþing sem er vettvangur fyrir kjörna og ráðna yfirstjórnendur sveitarfélaga í Evrópu til að fræðast um og ræða helstu úrlausnarefni á hverjum tíma. Næsta þing verður haldið í borginni Cadiz á suður Spáni 26.-28. sept. nk. undir yfirskriftinni:

Decentralisation - Democracy -Development INNOVATING IN  3D

Allar nánari upplýsingar eru á

http://cemr2012cadiz.es/cemr/index.php/en/

Vakin er athygli á því að ráðstefnugjöld eru lægri fyrir þá sem skrá sig fyrir 1. ágúst nk., þ.e. EUR 475 í stað EUR 575.

Einnig er vakin athygli á því að flutningur frá flugvöllum í Malaga, Seville og Jerez de la Frontera er innifalinn í ráðstefnugjöldum. Síðastnefndi flugvöllurinn er næst Cadiz.

banner-GA-IC