17. okt. 2011

Comenius Regio tengslaráðstefna –  tenging  skólastiga

"Transitions from childhood to youth"

  • SIS_Althjodamal_760x640

Comenius Regio tengslaráðstefna –  tenging  skólastiga  - "Transitions from childhood to youth"

Landskrifstofa menntaáætlunar ESB stendur fyrir evrópskri tengslaráðstefnu í Reykjavík dagana 2-5 nóvember. Meginmarkmið ráðstefnunnar er að skapa vettvang fyrir skólayfirvöld út um allt land til að finna samstarfsaðila í evrópu til að vinna saman að tveggja landa Comenius regio samstarfi.

Comenius regio verkefni eru styrkt til 2 ára og byggja á framlagi til þróunar verkefnis og ferða þátttakenda.

Dagsetning:  2-5 nóvember 2011

Staður:  Bláa Lónið, Félagsheimili Neskirkju

Þema:  Tenging skólastiga - "Transitions from childhood to youth"

60 þátttakendur eru þegar skráðir frá skólayfirvöldum 20 landa í Evrópu.

Ráðstefnan byggir á framsöguerindum fyrir hádegi 3. nóvember í Bláa lóninu en síðan er ætlast til þess að þátttakendur vinni í verkefnashópum saman að  verkefnishugmyndum.

Þátttökugjald 28.000  

Dagskrá ráðstefnunnar.

Nánar um Comenius Region samstarfið.

Upplýsingar: teva@hi.is, rz@hi.is  eða í síma 525 5853

Rafræn skráning: http://www.yourhost.is/comeniusregioseminar2011/registration.html