04. maí 2011

Námskeið/ráðstefna EFTA um EES-saminginn fer fram 9.-10. júní

  • efta-logo

Á tveggja ára fresti stendur EFTA að ráðstefnu um valda þætti EES-samingsins. Ráðstefnan, sem fram fer 9.-10. júní, mun kynna þátttakendum starfsemi og skyldur EFTA stofnananna. Fyrri daginn verður sérstaklega fjallað um EFTA-dómstólinn en dr. Baudenbacher, forseti dómsins, mun fjalla um hlutverk hans og starf til að tryggja lagalega einsleitni á EES-svæðinu.

Síðari dagur ráðstefnunnar er tileiknaður orkumálum og til fjallað um innri markaðinn á sviði orkumála.
Markmiðið erað tryggja framboð, veita neytendum lægra verð, og gera aðgang  markaði fyrir öllum birgjum, einkum þeim sem fjárfesta í endurnýjanlegri orku. Framkvæmdastjórnin, Evrópuþingið og einkageirinn munu deila sjónarmiðum sínum varðandi þetta viðfangsefni.

Nánari upplýsingar fást á heimasíðu EFTA en frestur til skráningar rennur út 24 maí.