14. feb. 2011

Orkumálaáætlun Evrópusambandsins auglýsir eftir verkefnatillögum

  • girl

Hluti Samkeppni- og nýsköpunaráætlunar Evrópusambandsins er sérstök áætlun sem nefnist Intelligent Energy. Markmið áætlunarinnar er að styrkja verkefni (allt að 75%, í allt að 3 ár) sem stuðla að:

  • þróun og notkun vistvænna orkugjafa, sér í lagi í byggingariðnaði og almennum iðnaði.
  • kynningu á nýjum og endurnýjanlegum orkugjöfum og stuðningi við notkun fjölbreyttrar orku
  • kynningu á orkunýtni og notkun nýrra og endurnýjanlegra orkugjafa í samgöngum.

Áhugavert fyrir sveitarfélög er t.d.:

  • ALTENER - verkefni sem tengjast lífrænum orkugjöfum.
  • Integrated Initiatives– Mobilising local energy investments - Aðgerðir til að hvetja opinbera aðila/sveitarfélög til fjárfestinga í verkefnum sem tengjast sjálfbærri orku.

Kallað er eftir verkefnatillögum á ýmsum sviðum en lögaðilar í ESB, Noregi, á Íslandi, Liechtenstein og Króatíu geta sótt um styrki til verkefna. Krafa er gerð um að að umsókn standi aðilar frá að minnsta kosti þremur mismunandi löndum, nema þegar verkefni falla undir Mobilising local energy investments. Þar geta einstök sveitarfélög sótt um, sér eða saman, en ekki er gerð krafa um samstarf við önnur lönd.

Nánari upplýsingar er að finna  á heimasíðu áætlunarinnar, auglýsinguna og nánari lýsingu er að finna hér, nánari lýsing leiðbeiningar um umsóknaferlið hér. Hér er að finna gátlista umsóknarferlið.

Umsóknarfrestur rennur út 12. maí kl 17.00 (Brussel-tíma).

Tengiliðir Íslands við áætlunina eru Sigurður Friðleifsson, Orkusetrinu, Netfang: sif@os.is, Sími: 569 6085 og Árni Ragnarsson, Orkustofnun, Netfang: ar@os.is, Sími: 569 6000.