24. jan. 2011

Orkumálaáætlun ESB- Auglýst eftir umsóknum fyrir árið 2011

  • energy

I ntelligent Energy Europe (IEE)  er áætlun Evrópusambandsins sem miðar að skynsamlegri orkunýtingu og aukinni noktun endurnýjanlegra orkulinda. IEE áætlun styrkir verkefni, ráðstefnur og uppbyggingu svæðisbundna orkuveitna á eftirtöldum sviðum: 

  • þróun og notkun vistvænna orkugjafa sér í lagi í byggingariðnaði og almennum iðnaði (SAVE).
  • kynning á nýjum og endurnýjanlegum orkugjöfum og stuðning við notkun fjölbreyttrar orku (ALTENER).
  • kynning á orkunýtni og notkunar á nýjum og endurnýjanlegum orkugjöfum í samgöngum (STEER).

Áætlunin felur í sér ýmis tækifæri fyrir sveitarfélög.

Sem dæmi má nefna nýtt svið er nefnist Mobilising local energy investment (technical assistance) sem er m.a. ætlað að veita litlum og meðalstórum sveitarfélögum tæknilega aðstoð til framkvæmda á sviði orkumála. Þessi nýja áætlun mun styðja einstök sveitarfélög, borgir, héruð, svæði eða samstarf opinberra stofnana/yfirvalda (helst þannig að nái til fleiri en 200.000 íbúa) á afmörkuðu landsvæði.  Áætlunin mun koma á samstarfi við fjármálastofnanir og aðstoða við undirbúning, fjármögnun og fjárfestingar í sjálfbærrum orkuverkefnum. Ólíkt mörgum ESB verkefnum þá er ekki krafist samstarfs við önnur ríki um verkefnin sem verða að lágmarki að hljóða upp á 6 milljónir evra.

Annað nýmæli er  breyting  á ELENA-áætluninni sem opnar fyrir tæknilega aðstoð til að fjármagna smærri svæðisbundin verkefni. Sérstök áhersla verður lögð á félagslegt húsnæði og tilraunaverkefni. Frekari uppplýsingar um ný tækifæri í tengslum við ELENA fást í apríl.