Helstu mál á vettvangi ESB og EFTA

Upplýsingaritið Helstu mál á vettvangi ESB er komið út. Á meðal umfjöllunarefnis er Brexit – útganga Bretland úr Evrópusambandinu, framtíðarstefna Evrópusambandsins í orku- og loftslagsmálum, hringráðsarhagkerfið og áætlun um félagsleg réttindi. 

Upplýsingaritið Helstu mál á vettvangi ESB og EFTA 2019 er komið út. Á meðal umfjöllunarefnis er Brexit - útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, framtíðarstefna Evrópusambandsins í orku- og loftslagsmálum, hringráðsarhagkerfið og áætlun um félagsleg réttindi. 

Ritið er liður í upplýsingagjöf Brussel-skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga, en allt að 70% ESB-löggjafarinnar er á sviðum sem varða sveitarfélög með einum eða öðrum hætti. Þá tryggir EES-samningurinn einnig aðgang að ýmsum evrópskum samstarfsáætlunum, sem geta falið í sér margs konar áhugaverð tækifæri fyrir sveitarfélög.

Upplýsingaritum skrifstofunnar er þannig ætlað að halda sveitarstjórnarmönnum og sérfræðingum sveitarfélaga almennt upplýstum um það sem er í farvatninu hjá Evrópusambandinu og snert getur sveitarfélögin og íbúa þeirra. Þar sem EES-reglur hafa bein áhrif á sveitarfélög er mikilvægt að virk hagsmunagæsla sé rekin gagnvart bæði ESB og íslenskum stjórnvöldum.

Forstöðumaður Brussel-skrifstofu sambandsins er Óttar Freyr Gíslason.