26. ágú. 2019

Evrópuvika svæða og borga 7.-10. október 2019

Stærsti árlegi viðburður sveitarstjórnarmanna í Evrópu, Evrópuvika svæða og borga, fer fram í Brussel dagana 7.-10. október nk.

Það eru Svæðanefnd (Committee of the Regions) og Byggðadeild Evrópusambandsins (DG Regio) sem standa fyrir viðburðinum en hann er nú haldinn í sautjánda sinn.

Yfirskriftin í ár er „Svæði og borgir: Grunnstoðir fyrir framtíð Evrópusambandsins“ og munu fulltrúar borga, svæða, sveitarfélaga, atvinnulífs, alþjóðastofnana og háskóla standa að rúmlega 150 viðburðum þar sem fjallað verður um eftirfarandi málaflokka:

 1. Framtíð ESB og hlutverk svæða og borga (The Future of the EU and the roles of the Regions and Cities)
 2. Sniðugri Evrópa (A smarter Europe)
 3. Evrópa færð nær fólkinu (A Europe Closer to Citizen)
 4. Grænni Evrópa (A greener Europe)
 5. Evrópa fyrir alla (A more socially integrated Europe)

Sem dæmi um áhugaverða viðburði má nefna:

 • Strategic Public Procurement as a driver of change and growth in cities and regions.
 • New ways to engage with citizens through permanent and structured consultations.
 • The role of local and regional governments in monitoring and reporting progress on localizing the.
 • Sustainable Development Goals.
 • Boosting the attractiveness of rural towns and the EU for the youth.
 • Shrinking regions – how to foster development in depopulated areas.
 • Shaping our future in smarter regions and cities: Digitalisation, jobs, growth.
 • Circular Economy as a strategy for cities and regions.
 • Regional solutions for a greener and climate-neutral Europe.

Skráning stendur til 27. september en þeir sem hafa áhuga á að sækja Evrópuvikuna eru hvattir til að skrá sig sem fyrst þar sem reynsla undanfarinna ára sýnir að viðburðir fyllast fljótt.

Skráning fer fram á eftirfarandi vefsíðu, en þar er einnig að finna dagskrá Evrópuvikunnar: https://europa.eu/regions-and-cities/home_en

Nánari upplýsingar veitir Óttar Freyr Gíslason, forstöðumaður Brussel-skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga.