Fréttir og tilkynningar: desember 2017

Fyrirsagnalisti

20. des. 2017 : Stóraukin framlög til loftslagsverkefna

Samstarfsverkefnið „Global Urbis“ eða Alheimsborgir var kynnt á leiðtogafundinum One Planet Summit, sem fór nýlega fram í París í tilefni af því, að tvö ár eru liðin frá undirritun Parísarsamkomulagsins. Verkefnið er eitt samstarfsverkefni af mörgum sem miða að því, að stórauka framlög til brýnna loftslagsverkefna í borgum og bæjum um allan heim.

Nánar...

07. des. 2017 : Sameiningar sveitarfélaga í Eistlandi

Á síðasta ári ákvað ríkisstjórn Eistlands að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á sveitarstjórnarstigi landsins og leitaði í smiðju til Finnlands í  þeim efnum. Finnar sóttu hins vegar sína fyrirmynd til Danmerkur, þar sem stórfelldar sameiningar sveitarfélaga áttu sér stað í kringum aldamótin. Þá  byggja yfirstandandi sameiningarferli í Noregi einnig á þessum grundvelli.

Nánar...

07. des. 2017 : Býr víkingur hér?

Cork_city_07

Cork-borg á Írlandi lýsir eftir samstarfsaðilum í Evrópuverkefni vegna menningartengdrar ferðaþjónustu. Um þróunarverkefni er að ræða sem byggir á menningararfleifð víkinga og snertir m.a. safnarekstur, markaðssetningu, staðfærslu, stafræna tækni, viðskiptaþróun í ferðaþjónustu og tengsl þéttbýlis og dreifbýlis.

Nánar...