Fréttir og tilkynningar: júní 2017

Fyrirsagnalisti

29. jún. 2017 : Málefni flóttafólks og innflytjenda á dagskrá stefnumótunarnefndar Evrópusamtaka sveitarfélaga (CEMR) 12-13. júní sl. í Chios, Grikklandi

Samband íslenskra sveitarfélaga á aðild að Evrópusamtökum sveitarfélaga, Council of European Municipalities and Regions (CEMR). Samtökin eru stærstu samtök sveitarstjórnarstigsins í Evrópu. Aðild eiga 60 landssambönd bæja, sveitarfélaga og svæða frá 42 Evrópulandi. Samtökin eru í fyrirsvari fyrir um 130.000 sveitarfélög og svæði í Evrópu. Nánar...

20. jún. 2017 : Deilihagkerfið og framtíð Evrópusamstarfsins á dagskrá hjá sveitarstjórnarvettvangi EFTA

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundaði í fimmtánda sinn í Skien, Noregi 15.-16. júní sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstigsins í EES EFTA samstarfinu. Í honum eiga sæti allt að sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi og tveir áheyrnarfulltrúar frá Sviss. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands. 

Nánar...