Fréttir og tilkynningar: 2017

Fyrirsagnalisti

20. des. 2017 : Stóraukin framlög til loftslagsverkefna

Samstarfsverkefnið „Global Urbis“ eða Alheimsborgir var kynnt á leiðtogafundinum One Planet Summit, sem fór nýlega fram í París í tilefni af því, að tvö ár eru liðin frá undirritun Parísarsamkomulagsins. Verkefnið er eitt samstarfsverkefni af mörgum sem miða að því, að stórauka framlög til brýnna loftslagsverkefna í borgum og bæjum um allan heim.

Nánar...

07. des. 2017 : Sameiningar sveitarfélaga í Eistlandi

Á síðasta ári ákvað ríkisstjórn Eistlands að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á sveitarstjórnarstigi landsins og leitaði í smiðju til Finnlands í  þeim efnum. Finnar sóttu hins vegar sína fyrirmynd til Danmerkur, þar sem stórfelldar sameiningar sveitarfélaga áttu sér stað í kringum aldamótin. Þá  byggja yfirstandandi sameiningarferli í Noregi einnig á þessum grundvelli.

Nánar...

07. des. 2017 : Býr víkingur hér?

Cork_city_07

Cork-borg á Írlandi lýsir eftir samstarfsaðilum í Evrópuverkefni vegna menningartengdrar ferðaþjónustu. Um þróunarverkefni er að ræða sem byggir á menningararfleifð víkinga og snertir m.a. safnarekstur, markaðssetningu, staðfærslu, stafræna tækni, viðskiptaþróun í ferðaþjónustu og tengsl þéttbýlis og dreifbýlis.

Nánar...

20. nóv. 2017 : Sveitarstjórnarvettvangur EFTA ályktar um gagnahagkerfið og Erasmus fyrir kjörna fulltrúa

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundaði í sextánda sinn í Brussel 16.-17. nóvember sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstigsins í EES EFTA samstarfinu. Í honum eiga sæti allt að sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi og tveir áheyrnarfulltrúar frá Sviss. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands.

Nánar...

23. okt. 2017 : Haustþing Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins 18.–20. október 2017

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins er pólitískur samstarfsvettvangur evrópskra sveitarfélaga og svæða. Ísland á þrjá fulltrúa á þinginu sem stjórn sambandsins tilnefnir til fjögurra ára í senn. Þingið kemur saman tvisvar á ári, að vori og hausti í Evrópuráðshöllinni í Strassborg. Eitt af meginverkefnum þingsins er að hafa eftirlit með stöðu Evrópusáttmála um sjálfsstjórn sveitarfélaga, og eftirlit með framkvæmd sveitarstjórnakosninga, í aðildarríkjum Evrópuráðsins.

Nánar...

04. sep. 2017 : Fundur samstarfsnets norrænu og baltnesku sveitarfélagasambandanna um alþjóðamál á Akureyri 25. ágúst

Samstarfsnetið fundar árlega til skiptist í  löndunum og röðin var komin að Sambandi íslenskra sveitarfélaga að halda fundinn 2017.   Sveitarfélagasamböndin eru aðilar að evrópskum og alþjóðlegum samstarfsstofnunum og á fundunum stilla þau saman strengi gagnvart þessu evrópska og alþjóðlega samstarfi. Þau skiptast líka á reynslu og sjónarmiðum um skipulag Evrópu- og alþjóðamála sinna og afstöðu til málefna sveitarfélaga á vettvangi ESB og Sameinuðu þjóðanna.

Nánar...

29. ágú. 2017 : Evrópuvika svæða og borga (OPEN DAYS) verður 9.-12. október nk. Skráning er hafin

Stærsti árlegi viðburður sveitarstjórnarmanna í Evrópu, Evrópuvika svæða og borga (OPEN DAYS) fer fram í Brussel dagana 9.-12. október nk.  Fulltrúar íslenskra sveitarfélaga geta tekið þátt.

Nánar...

03. júl. 2017 : Fundur stefnumótunarnefndar Evrópusamtaka sveitarfélaga (CEMR)

CEMR-Chios

Sambandið á þrjá fulltrúa í stefnumótunarnefnd CEMR, sem fer með pólitíska yfirstjórn samtakanna og fundar tvisvar á ári. Eiríkur Björn Björgvinsson og Halla Steinólfsdóttir, sem eru aðalfulltrúar í nefndinni, tóku þátt í Chios fundinum, ásamt Ísólfi Gylfa Pálmason, sem tók þátt í fjarveru Aldísar Hafsteinsdóttur. Forstöðumaður Brussel-skrifstofu tók einnig þátt í fundinum.

Nánar...

29. jún. 2017 : Málefni flóttafólks og innflytjenda á dagskrá stefnumótunarnefndar Evrópusamtaka sveitarfélaga (CEMR) 12-13. júní sl. í Chios, Grikklandi

Samband íslenskra sveitarfélaga á aðild að Evrópusamtökum sveitarfélaga, Council of European Municipalities and Regions (CEMR). Samtökin eru stærstu samtök sveitarstjórnarstigsins í Evrópu. Aðild eiga 60 landssambönd bæja, sveitarfélaga og svæða frá 42 Evrópulandi. Samtökin eru í fyrirsvari fyrir um 130.000 sveitarfélög og svæði í Evrópu. Nánar...
Síða 1 af 2