Fréttir og tilkynningar: september 2015

Fyrirsagnalisti

30. sep. 2015 : Ráðstefna um sveitarstjórnarstigið á 21. öldinni

Nú er hægt að skrá sig á ráðstefnuna um sveitarstjórnarstigið á 21. öldinni  sem verður haldin 26. október nk. á Grand hóteli, Reykjavík. Einnig er vakin athygli á því að Nordregio hefur, í tilefni ráðstefnunnar, gefið út fréttabréf um þróun sveitarstjórarstigsins á Norðurlöndum undanfarin ár.

Nánar...

25. sep. 2015 : Hvergi minnst á sveitarfélög í EES-samningnum en þau framkvæma samt 75% EES-löggjafarinnar!

Sveitarfélög koma að framkvæmd allt að 75% Evrópulöggjafarinnar, svo fyrir liggur að flestar ákvarðanir á EES-vettvangi varða þau á einn eða annan hátt. Sveitarfélögum ber að framfylgja EES-samningnum og þau eru mikilvægasti framkvæmdaraðili samningsins. Samt er hvergi á þau minnst í EES-samningnum!

 

Nánar...

24. sep. 2015 : Mörg evrópsk sveitarfélög í vandræðum vegna flóttamanna

Mörg sveitarfélög í Evrópu eiga í erfiðleikum vegna straums flóttafólks, ekki síst vegna þess að erfiðlega gengur að útvega þeim þak yfir höfuðið. Þannig búa tugir þúsunda flóttamanna í Svíþjóð í bráðabirgðahúsnæði sem telst ófullnægjandi. Þetta kom fram í erindi Guðrúnar Daggar Guðmundsdóttur, forstöðumanns skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Brussel, á fjármálaráðstefnu sambandsins.

Nánar...