Fréttir og tilkynningar: júní 2015

Fyrirsagnalisti

15. jún. 2015 : Ellefti fundur sveitarstjórnarvettvangs EFTA haldinn í Stange, Noregi

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundaði í ellefta sinn í Stange, Noregi 11.-12. júní sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstigsins í EES EFTA ríkjunum gagnvart ESB. Í honum eiga sæti tólf kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi, sex frá hvoru landi, og tveir áheyrnarfulltrúar frá Sviss. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands.

Nánar...