Fréttir og tilkynningar: 2015

Fyrirsagnalisti

27. nóv. 2015 : Sveitarstjórnarvettvangur EFTA ályktar um loftslagsmál

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundaði í tólfta sinn í Brussel 16.-17. nóvember sl. Helsta viðfangsefni vettvangsins að þessu sinni var loftslagsráðstefnan í París (COP21) og hlutverk sveitarfélaga og aðgerðir til að stemma stigu við loftslagsbreytingum, sem vettvangurinn ályktaði um. Einnig var fjallað um fyrirhugaðan fríverslunarsamning ESB og Bandaríkjanna (TTIP), samningaviðræður um fjölþjóðlegan samning um þjónustu-viðskipti (TiSA) og flóttamannavandann í Evrópu. Þá fundaði sveitarstjórnar-vettvangurinn með þingmannanefnd EFTA en viðfangsefnið var fríverslunarsamningur ESB og Bandaríkjanna (TTIP).

Nánar...

30. sep. 2015 : Ráðstefna um sveitarstjórnarstigið á 21. öldinni

Nú er hægt að skrá sig á ráðstefnuna um sveitarstjórnarstigið á 21. öldinni  sem verður haldin 26. október nk. á Grand hóteli, Reykjavík. Einnig er vakin athygli á því að Nordregio hefur, í tilefni ráðstefnunnar, gefið út fréttabréf um þróun sveitarstjórarstigsins á Norðurlöndum undanfarin ár.

Nánar...

25. sep. 2015 : Hvergi minnst á sveitarfélög í EES-samningnum en þau framkvæma samt 75% EES-löggjafarinnar!

Sveitarfélög koma að framkvæmd allt að 75% Evrópulöggjafarinnar, svo fyrir liggur að flestar ákvarðanir á EES-vettvangi varða þau á einn eða annan hátt. Sveitarfélögum ber að framfylgja EES-samningnum og þau eru mikilvægasti framkvæmdaraðili samningsins. Samt er hvergi á þau minnst í EES-samningnum!

 

Nánar...

24. sep. 2015 : Mörg evrópsk sveitarfélög í vandræðum vegna flóttamanna

Mörg sveitarfélög í Evrópu eiga í erfiðleikum vegna straums flóttafólks, ekki síst vegna þess að erfiðlega gengur að útvega þeim þak yfir höfuðið. Þannig búa tugir þúsunda flóttamanna í Svíþjóð í bráðabirgðahúsnæði sem telst ófullnægjandi. Þetta kom fram í erindi Guðrúnar Daggar Guðmundsdóttur, forstöðumanns skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Brussel, á fjármálaráðstefnu sambandsins.

Nánar...

29. júl. 2015 : Frá Brussel til Breiðdalshrepps, upplýsingarit Brussel-skrifstofu (sumar 2015) er komið út

Stefnumótun og löggjöf Evrópusambandsins hefur víðtæk áhrif á íslensk sveitarfélög í gegnum EES-samninginn. Áhrifin ná til flestra málaflokka sveitarfélaga, þó í mismiklum mæli sé. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur, með stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, starfrækt skrifstofu í Brussel síðan 2006. Skrifstofan annast hagsmunagæslu fyrir íslensk sveitarfélög í Brussel og miðlar upplýsingum um Evrópumál til sveitarfélaga og sambandsins. 

Nánar...

15. jún. 2015 : Ellefti fundur sveitarstjórnarvettvangs EFTA haldinn í Stange, Noregi

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundaði í ellefta sinn í Stange, Noregi 11.-12. júní sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstigsins í EES EFTA ríkjunum gagnvart ESB. Í honum eiga sæti tólf kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi, sex frá hvoru landi, og tveir áheyrnarfulltrúar frá Sviss. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands.

Nánar...

03. mar. 2015 : Auglýst eftir tilnefningum til Evrópsku stjórnsýsluverðlaunanna 2015

Evrópustofnun stjórnsýslufræða auglýsir eftir tilnefningum til Evrópsku stjórnsýsluverðlaunanna 2015. Íslensk sveitarfélög geta sótt um, umsóknarfrestur er til 17. apríl 2015.

Nánar...