Fréttir og tilkynningar: janúar 2014

Fyrirsagnalisti

22. jan. 2014 : Auglýst eftir umsóknum sveitarfélaga vegna Evrópuverðlaunanna ManagEnergy 2014 (sjálfbær orka)

original_ribbon25

Evrópusambandið hefur auglýst eftir umsóknum vegna Evrópuverðlauna á sviði sjálbærrar orkunotkunar. Íslensk sveitarfélög geta tekið þátt. Umsóknarfrestur er til 28. mars.

Nánar...

17. jan. 2014 : Grikkland hefur tekið við formennsku ESB

grikl

Grikkland tók við formennsku í ráðherraráði ESB af Litháen miðvikudaginn 1. janúar 2014. Formennska í ráðinu flyst á milli aðildarríkjanna á sex mánaða fresti. Þetta er í fimmta sinn sem Grikkland leiðir starf ráðherraráðsins en 1. júlí nk. tekur Ítalía við keflinu. Forgangsmál Grikklands verða aukinn hagvöxtur, innflytjendastefna og atvinnuleysi meðal ungs fólks.

Nánar...

17. jan. 2014 : Horizon 2020, áætlun ESB um rannsóknir og nýsköpun hleypt af stokkunum. Opið fyrir umsóknir.

horizon2020_0

Áætluninni, sem heyrir upp á 15 milljarða evra fyrstu tvö árin, er ætlað að efla þekkingarknúið hagkerfi Evrópu og takast á við málefni sem skipta sköpum fyrir Evrópubúa. Tólf málefnasvið verða í brennidepli árin 2014 og 2015, m.a. persónubundin heilbrigðisþjónusta, tölvuöryggi og snjallar borgir.

Nánar...

17. jan. 2014 : Auglýst eftir umsóknum vegna kvikmynda- og menningaráætlunar ESB

Creative_EuropeLogo_230x-230x230

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Creative Europe, nýja kvikmynda- og menningaráætlun ESB og fyrstu umsóknargögn ársins eru komin á heimasíðu áætlunarinnar. Creative Europe verður starfrækt á tímabilinu 2014 – 2020. Einn og hálfur milljarður evra (245 milljarðar ISK) mun renna til ýmissa menningarverkefna og til eflingar evrópskri kvikmyndagerð á tímabilinu.

Nánar...

17. jan. 2014 : Opnað fyrir umsóknir í Menntaáætlun Evrópusambandsins

LLP-logo-islensk

Íslendingar hafa tekið þátt í áætlunum ESB í 20 ár. í ársbyrjun 2014 var nýjum áætlunum ýtt úr vör en opið er nú fyrir umsóknir í Erasmus+ áætlunina (mennta-, æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB).

Nánar...