Fréttir og tilkynningar: 2014

Fyrirsagnalisti

03. des. 2014 : 10. fundur sveitarstjórnarvettvangs EFTA haldinn í Brussel

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundaði í tíunda sinn í Brussel, 24.-25. nóvember sl. Helstu viðfangsefni vettvangsins að þessu sinni voru mögulegur fríverslunarsamningur ESB og Bandaríkjanna og græn störf en vettvangurinn samþykkti ályktanir um þessi tvö mál. Vettvangurinn fjallaði einnig um helstu mál á döfinni hjá EFTA, Eftirlitsstofnun EFTA og nýtt Evrópuþing og nýja framkvæmdastjórn ESB.

Nánar...

03. nóv. 2014 : Sóknaráætlun landshluta

OLA (Observatory on Local Autonomy) er net fræðimanna sem stunda rannsóknir á sveitarstjórnarstiginu og embættismanna sem starfa að málefnum þess. Það varð til 2008 með stuðningi Héraðanefndar ESB og starfar með Evrópusamtökum sveitarfélaga, CEMR. Öll ESB löndin eiga aðild að OLA og nokkur lönd utan ESB, þ. á m. Noregur og Rússland. OLA stóð fyrir málþingi í Bologna á Ítalíu 30.-31. október sl. um þróun sveitarstjórnarstigsins eftir hrun.

Nánar...

17. sep. 2014 : Frá Brussel til Breiðdalshrepps, upplýsingarit Brussel-skrifstofu (haust 2014) er komið út

Stefnumótun og löggjöf Evrópusambandsins hefur víðtæk áhrif á íslensk sveitarfélög í gegnum EES-samninginn. Áhrifin ná til flestra málaflokka sveitarfélaga, þó í mismiklum mæli sé. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur, með stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, starfrækt skrifstofu í Brussel síðan 2006. Skrifstofan annast hagsmunagæslu fyrir íslensk sveitarfélög í Brussel og miðlar upplýsingum um Evrópumál til sveitarfélaga og sambandsins.  

Nánar...

08. júl. 2014 : 9. fundur EFTA sveitarstjórnarvettvangsins

Níundi fundur sveitarstjórnarvettvangs EFTA, sem tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstigsins í EES samstarfinu, fór fram í Grímsnes- og Grafningshreppi 26.-27. júní sl.  Í vettvangnum eiga sæti tólf kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi.

Nánar...

16. jún. 2014 : Nýjar sveitarstjórnir

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Þann 15. júní tóku nýjar sveitarstjórnir við völdum og eru flestar nýkjörnar sveitarstjórnir að koma saman til fyrsta fundar þessa dagana til þess að kjósa sér oddvita, kjósa í nefndir og jafnvel að ganga frá ráðningum framkvæmdastjóra sveitarfélaga.

Nánar...

07. maí 2014 : Dreifstýring og hlutverk millistjórnsýslustiga viðfangsefni á fundi framkvæmdastjóra evrópskra sveitarfélagasambanda í Haag

CEMR framkvstj fundur Haag maí 2014

Dagana 6. og 7. maí hittust framkvæmdastjórar evrópska sveitarfélagasambanda í Haag undir merkjum Evrópusamtaka sveitarfélagasambanda (CEMR). Guðrún D. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Brussel-skrifstofu, sat fundinn fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga

Nánar...

12. mar. 2014 : Ný skýrsla um aðgerðir evrópskra sveitarfélaga til að stemma stigu við atvinnuleysi ungs fólks

photo_chomage_des_jeunes-0

Evrópusamtök sveitarfélaga (CEMR) hafa birta nýja skýrslu sem varpar ljósi á mikilvægi samstarfs sveitarstjórnarstigsins, allra aðila vinnumarkaðarins og ríksvaldsins til að stemma stigu við atvinnuleysi ungs fólks.

Nánar...

04. mar. 2014 : Mannaskiptaáætlun Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna fyrir opinbera stjórnsýslu - umsóknarfrestur til 30. mars

logo nord balt

Mannaskiptaáætlun Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna býður styrki fyrir fyrir starfsmenn í opinberri stjórnsýslu til námsheimsókna,starfsþjálfunar, þjálfunar og uppbyggingu tengslaneta á svæðinu

Nánar...

06. feb. 2014 : Umeå í Svíþjóð og Riga í Lettlandi eru menningarborgir Evrópu árið 2014

800px-Riga_-_Latvia

Menningarborgirnar undirstrika fjölbreytileika og grósku evrópskrar menningar og styrkja ímynd Evrópu. Rúmlega 40 borgir  hafa þegar hlotið þennan heiður, þar á meðal Reykjavík árið 2000.

Nánar...

22. jan. 2014 : Auglýst eftir umsóknum sveitarfélaga vegna Evrópuverðlaunanna ManagEnergy 2014 (sjálfbær orka)

original_ribbon25

Evrópusambandið hefur auglýst eftir umsóknum vegna Evrópuverðlauna á sviði sjálbærrar orkunotkunar. Íslensk sveitarfélög geta tekið þátt. Umsóknarfrestur er til 28. mars.

Nánar...
Síða 1 af 2