Fréttir og tilkynningar: 2013

Fyrirsagnalisti

04. des. 2013 : Staðbundið lýðræði og þróun í kjölfar falls Sovétríkjanna til umræðu hjá stefnumótunarnefnd CEMR

cemr3

Stefnumótunarnefndin fundar venjulega tvisvar á ári en að þessu sinni sátu fundinn fyrir Íslands hönd Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerðisbæ og Jórunn Einarsdóttir, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum auk Önnu Guðrúnar Björnsdóttur, sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Guðrúnar D. Guðmundsdóttur, forstöðumanns Brussel-skrifstofu sambandsins.

Nánar...

13. nóv. 2013 : Söguleg stund í samstarfi evrópskra dreifbýlishreyfinga - Evrópska dreifbýlisþingið kemur saman í fyrsta sinn

ERP-1

Fyrsta evrópska dreifbýlisþingið kom saman í dag 13. nóvember í Brussel. Þátttakendur frá rúmlega þrjátíu Evrópulöndum og svæðum og fulltrúar um sjötíu mismunandi dreifbýlissamtaka þinguðu til að fjalla um málefni hinna dreifðu byggða í Evrópu.

Nánar...

04. nóv. 2013 : Dreifstýring og sameining sveitarfélaga viðfangsefni á fundi framkvæmdastjóra sveitarfélagasambanda í Evrópu

mynd

Dagana 4. og 5 nóvember hittust framkvæmdastjórar evrópska sveitarfélagasambanda í Brussel undir merkjum Evrópusamtaka sveitarfélagasambanda (CEMR).  Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem á aðild að CEMR, sat fundinn.

Nánar...

17. sep. 2013 : Höfuðborg nýsköpunar í Evrópu

borg

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leitar að borg sem getur með réttu borið titilinn: Höfuðborg nýsköpunar.

Nánar...

03. sep. 2013 : Heimsþing alþjóðasamtaka sveitarfélaga, borga og héraða (UCLG) í Rabat, Marokkó 1.- 4. október 2013

mynd-radstefna

Heimsþing alþjóðasamtaka sveitarfélaga, borga og héraða fer fram í Rabat, Marokkó 1- 4.október 2013.

Nánar...

30. júl. 2013 : Frá Brussel til Breiðdalshrepps, upplýsingarit Brussel-skrifstofu (júlí 2013) er komið út

skyrsla-juli-2013

Upplýsingarit Brusselskrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga um helstu nýmæli hjá ESB og EFTA sem snerta sveitarfélög er nú komið út. .

Nánar...

26. jún. 2013 : Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundar í Bergen

image003

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA hélt sjöunda fund sinn í Bergen 21-22. júní sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstigsins í EES EFTA ríkjunum gagnvart ESB. Í honum eiga sæti allt að sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands.

Nánar...
Síða 1 af 2