Fréttir og tilkynningar: 2012 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

22. mar. 2012 : Landsþing 2012

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, það XXVI. í röðinni verður haldið að ICELANDAIR HÓTEL REYKJAVÍK NATURA á morgun föstudaginn 23. mars og hefst það kl. 9:30. Skráning landsþingsfulltrúa hefst kl. 8:45. Áréttað er að þingið hefur verið fært yfir á gamla Hótel Lofleiðir.

Nánar...

28. feb. 2012 : Frá Brussel til Breiðdalshrepps, upplýsingarit Brussel-skrifstofu er komið út

skyrsla feb 2012

Frá Bussel til Breiðdalshrepps febrúar 2012, upplýsingarit um helstu nýmæli hjá ESB og EFTA sem snerta sveitarfélög,  er nú komið út. Í ritinu má nálgast upplýsingar um ýmis svið, s.s. um  félags- og starfsmannamál, opinber innkaup, umhverfis-, loftslags-, og orkumál og  stefnumótun, stofnanauppbyggingu  og byggðastefnu ESB.

Nánar...

22. feb. 2012 : Borgin Jekabpils í Lettlandi leitar að samstarfsaðila

Escut_Jekabpils

Borgin Jekabpils í Lettlandi leitar að samstarfsaðila til að taka þátt í verkefni sem fellur undir Nordic-Baltic Mobility and Network Programme for Public Administration

Nánar...

22. feb. 2012 : Sveitarfélagið Limbazi í Lettlandi leitar að íslenskum samstarfsaðila

Limbazi_gerb

Sveitarfélagið Limbazi í Lettlandi leitar að íslenskum samstarfsaðila til að taka þátt í verkefni sem fellur undir Nordic-Baltic Mobility and Network Programme for Public Administration.

Nánar...

20. feb. 2012 : Evrópsk verðlaun til strandbæja

SIS_Althjodamal_190x100

Evrópuráðið ætlar að veita strandbæjum sem hafa staðið sig vel í uppbyggingu sérstaka viðurkenningu („Best Practice Award Programme for European Coastal Towns“).

Nánar...

14. feb. 2012 : Breytt lýðfræðileg samsetning Evrópu, málefni eldra fólks og samstaða kynslóðanna til umræðu í Héraðanefnd ESB

kona2
Evrópusambandið hefur tileinkað árið 2012 virkni aldraðra og samstöðu kynslóðanna (e. European Year of Active Ageing and Solidarity Between Generations).

Evrópuárinu er ætlað að vekja þegna ESB til umhugsunar um hvað breytt lýðfræðileg samsetning ESB hefur í för með sér og hvernig best er að bregðast við þeirri staðreynd að fólk verður eldra og er virkt lengur en áður.

Nánar...

24. jan. 2012 : Styrkir til stofnunar tengslaneta við Baltnesku ríkin

logo-norraena

Norræna ráðherranefndin styrkir námsferðir starfsmanna ríkis, sveitarfélaga og sveitarfélagasamtaka í norrænu og baltnesku ríkjunum til að kynna sér stjórnsýslu og stofna til gagnkvæmra tengslaneta. Ekki eru styrktar ferðir innan Norðurlandanna, heldur á milli þeirra og baltnesku ríkjanna.

Nánar...

06. jan. 2012 : Evrópumót bæjarstjóra í knattspyrnu í tengslum við EM 2012

official-uefa-euro-2012-wallpaper-01-1024x768

Í tengslum við úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer í Póllandi og Úkraínu í sumar hafa samtök pólskra og úkranískra borga ákveðið að efna til Evrópumóts bæjarstjóra í knattspyrnu. Mótið fer fram dagana 15. - 20. maí nk. en leikið verður annars vegar í héraðinu Katowice í Póllandi og hins vegar í héraðinu Kyiv í Úkraínu.

Nánar...

04. jan. 2012 : Evrópusamvinna - kynning 12. janúar á Háskólatorgi

SIS_Althjodamal_760x640
Kynning á tækifærum og styrkjum í evrópsku og norrænu samstarfi verður haldin á Háskólatorgi fimmtudaginn 12. janúar 2012 kl. 15. Þar gefst færi á að hitta fulltrúa evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa á Íslandi og kynna sér möguleika á styrkjum og samstarfi á öllum sviðum menntamála, rannsókna, vísinda, nýsköpunar, menningar og atvinnulífs.
Nánar...
Síða 2 af 2