Fréttir og tilkynningar: febrúar 2012

Fyrirsagnalisti

28. feb. 2012 : Frá Brussel til Breiðdalshrepps, upplýsingarit Brussel-skrifstofu er komið út

skyrsla feb 2012

Frá Bussel til Breiðdalshrepps febrúar 2012, upplýsingarit um helstu nýmæli hjá ESB og EFTA sem snerta sveitarfélög,  er nú komið út. Í ritinu má nálgast upplýsingar um ýmis svið, s.s. um  félags- og starfsmannamál, opinber innkaup, umhverfis-, loftslags-, og orkumál og  stefnumótun, stofnanauppbyggingu  og byggðastefnu ESB.

Nánar...

22. feb. 2012 : Borgin Jekabpils í Lettlandi leitar að samstarfsaðila

Escut_Jekabpils

Borgin Jekabpils í Lettlandi leitar að samstarfsaðila til að taka þátt í verkefni sem fellur undir Nordic-Baltic Mobility and Network Programme for Public Administration

Nánar...

22. feb. 2012 : Sveitarfélagið Limbazi í Lettlandi leitar að íslenskum samstarfsaðila

Limbazi_gerb

Sveitarfélagið Limbazi í Lettlandi leitar að íslenskum samstarfsaðila til að taka þátt í verkefni sem fellur undir Nordic-Baltic Mobility and Network Programme for Public Administration.

Nánar...

20. feb. 2012 : Evrópsk verðlaun til strandbæja

SIS_Althjodamal_190x100

Evrópuráðið ætlar að veita strandbæjum sem hafa staðið sig vel í uppbyggingu sérstaka viðurkenningu („Best Practice Award Programme for European Coastal Towns“).

Nánar...

14. feb. 2012 : Breytt lýðfræðileg samsetning Evrópu, málefni eldra fólks og samstaða kynslóðanna til umræðu í Héraðanefnd ESB

kona2
Evrópusambandið hefur tileinkað árið 2012 virkni aldraðra og samstöðu kynslóðanna (e. European Year of Active Ageing and Solidarity Between Generations).

Evrópuárinu er ætlað að vekja þegna ESB til umhugsunar um hvað breytt lýðfræðileg samsetning ESB hefur í för með sér og hvernig best er að bregðast við þeirri staðreynd að fólk verður eldra og er virkt lengur en áður.

Nánar...