Fréttir og tilkynningar: janúar 2012
Fyrirsagnalisti
Styrkir til stofnunar tengslaneta við Baltnesku ríkin

Norræna ráðherranefndin styrkir námsferðir starfsmanna ríkis, sveitarfélaga og sveitarfélagasamtaka í norrænu og baltnesku ríkjunum til að kynna sér stjórnsýslu og stofna til gagnkvæmra tengslaneta. Ekki eru styrktar ferðir innan Norðurlandanna, heldur á milli þeirra og baltnesku ríkjanna.
Nánar...Evrópumót bæjarstjóra í knattspyrnu í tengslum við EM 2012

Í tengslum við úrslitakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu sem fram fer í Póllandi og Úkraínu í sumar hafa samtök pólskra og úkranískra borga ákveðið að efna til Evrópumóts bæjarstjóra í knattspyrnu. Mótið fer fram dagana 15. - 20. maí nk. en leikið verður annars vegar í héraðinu Katowice í Póllandi og hins vegar í héraðinu Kyiv í Úkraínu.
Nánar...Evrópusamvinna - kynning 12. janúar á Háskólatorgi

Kynning á tækifærum og styrkjum í evrópsku og norrænu samstarfi verður
haldin á Háskólatorgi fimmtudaginn 12. janúar 2012 kl. 15. Þar
gefst færi á að hitta fulltrúa evrópskra samstarfsáætlana og
þjónustuskrifstofa á Íslandi og kynna sér möguleika á styrkjum og
samstarfi á öllum sviðum menntamála, rannsókna, vísinda, nýsköpunar,
menningar og atvinnulífs.
Nánar...
Nánar...