Fréttir og tilkynningar: 2012

Fyrirsagnalisti

02. des. 2012 : Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundar í Brussel

2012-11-27-eea-efta-forum-XL
Sveitarstjórnarvettvangur EFTA hélt sjötta fund sinn í Brussel 26-27. nóvember sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstigsins í EES EFTA ríkjunum gagnvart ESB. Í honum eiga sæti allt að sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands.
Nánar...

11. okt. 2012 : Fastanefnd Evrópusamtaka sveitarfélaga um jafnrétti kynjanna fundar í fyrsta sinn

GENDER

Á fundinum voru ýmis fyrirmyndarverkefni á sviði kynjajafnréttis kynnt, þ. á m. afar metnaðarfullt verkefni sænska sveitarfélagasambandsins um kynjasamþættingu og kynjaða fjárhagsáætlanagerð. Sambandið hefur m.a. þróað fræðslupakka um kynjasamþætingu en á heimasíðu verkefnisins er að finna ýmislegt áhugavert efni, þ. á m. skemmtilega kvikmynd sem útskýrir kynjasamþættingu í sveitarfélögum á nýstárlegan og einfaldan hátt.

Nánar...

10. okt. 2012 : Evrópusambandið og íslensk stjórnsýsla

EU_minni
Félag stjórnsýslufræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála í samstarfi við Félag forstöðumanna ríkisstofnana og Evrópustofu bjóða til málþings undir yfirskriftinni: Evrópusambandið og íslensk stjórnsýsla: Hver eru áhrif regluverks ESB og umsóknarferlis Íslands að sambandinu á íslenskar stofnanir og sveitarfélög? Málþingið verður haldið fimmtudagnin 18. október kl. 12:00-14:15 á Grand hótel í Reykjavík.
Nánar...

09. okt. 2012 : Stefnumótun sveitarfélaga á sviði endurnýjanlegrar orku

Energy_Efficiency_LRG_FOC

Orkustefna sveitarfélaga og héraða í Evrópu spannar vítt svið; í ESB/EES er að finna sveitarfélög sem nota eingöngu kolefnaeldsneyti á meðan önnur, s.s. íslensk sveitarfélög fá meirihluta orku sinnar frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Til að stuðla að þekkingarmiðlun á þessu sviði styður INTERREG IV C áætlun ESB við samstarf héraða í Evrópu, meðal annars RENREN-verkefnið sem Fjórðungssamband Vestfirðinga tekur þátt í. 

Nánar...

02. okt. 2012 : Allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga í Cádiz

banner-GA-IC
Allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga (Council of European Municipalities and Regions) (CEMR) kom saman í Cádiz á Spáni dagana 26-28. september sl. Þriðja hvert ár heldur CEMR allsherjarþing sem er vettvangur fyrir kjörna og ráðna yfirstjórnendur sveitarfélaga í Evrópu til að fræðast um og ræða helstu úrlausnarefni á hverjum tíma. Nánar...

19. júl. 2012 : OPEN DAYS; Evrópuvika svæða og borga 8.-11. október - Skráning hafin

OD2012_Vrtc_EN

Einn helsti viðburður sveitarstjórnarmanna í Evrópu, OPEN DAYS, fer fram í Brussel dagana 8.-11. október nk.   Það eru Héraðanefnd (Committee of the Regions) og byggðadeild (DG Regio) Evrópusambandsins sem standa fyrir viðburðinum en hann er nú haldinn í tíunda sinn. Á annað hundrað uppákomur; málþing, vinnustofur, sýningar og viðburðir, fara fram í samvinnu héraða, borga og sveitarfélaga,  atvinnulífsins, alþjóðastofnana og háskólasamfélagsins.

Nánar...

09. júl. 2012 : Allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga

banner-GA-IC

CEMR eru stærstu sveitarfélagasamtök Evrópu og Samband íslenskra sveitarfélaga á aðild að þeim. Þriðja hvert ár heldur CEMR Allsherjarþing sem er vettvangur fyrir kjörna og ráðna yfirstjórnendur sveitarfélaga í Evrópu til að fræðast um og ræða helstu úrlausnarefni á hverjum tíma. Næsta þing verður haldið í borginni Cadiz á suður Spáni 26.-28. september nk.

Nánar...

04. júl. 2012 : Sveitarstjórnarvettvangur EFTA fundar á Ísafirði

EFTA-FORUM2

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA hélt fimmta fund sinn á Ísafirði 21-22. júní sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstiganna í EES EFTA löndunum gagnvart ESB. Í honum eiga sæti allt að sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands. Helstu viðfangsefni að þessu sinni voru endurskoðun á EES-samningnum og evrópureglur um mat á umhverfisáhrifum, sem vettvangurinn ályktaði um.

Nánar...

29. maí 2012 : Aðgangur útlendinga frá ríkjum utan EES að Íslandi

SIS_Althjodamal_760x640

Aðgangur útlendinga frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins að Íslandi verður til umfjöllunar á næsta fundi í fundaröð innanríkisráðuneytisins um mannréttindamál. Fundurinn verður haldinn í Iðnó miðvikudaginn 30. maí kl. 9 til 10.30. Þetta er sjötti og síðasti fundurinn að sinni í fundaröð innanríkisráðuneytisins um hin ýmsu svið mannréttindamála.

Nánar...
Síða 1 af 2