Fréttir og tilkynningar: 2011 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

23. maí 2011 : Á döfinni hjá vinnuveitendahópi Evrópusamtaka sveitarfélaga í Brussel

Solutions_for_employers

Vinnuveitendahópur Evrópusamtaka sveitarfélaga fjallar um vinnumarkaðsmál er lúta að sveitarfélögum. Samband íslenskra sveitarfélaga tekur þátt í starfinu en hér að neðan er að finna umfjöllun um helstu viðfangsefni vorfundar hópsins 2011.

Nánar...

06. maí 2011 : „Snjallréttur“ - framkvæmdastjórn ESB kynnir tillögur um umbætur í lagasetningu

red_tape
Í lok síðast árs sendi framkvæmdastjórn ESB þinginu og ráðinu orðsendingu (e. communication) sem ber yfirskriftina Smart regulation in the European Union.   Skjalið er framhald umbótavinnu sem hófst árið 2001 en á réttum áratug hefur lagasetning sambandsins batnað nokkuð að því er varðar þátttöku sveitarstjórnarstigsins og héraða í þróun og útfærslu löggjafar og mati á áhrifum hennar. Lissabon-sáttmálinn styrkti aðkomu sveitarstjórnarstigsins umtalsvert en enn skortir á að samráð sé fullnægjandi. 
Nánar...

04. maí 2011 : Atburðir á Íslandi í tengslum við Open Days 2011

logo_od2011

Rúmlega 200 staðbundnir viðburðir hafa verið skráðir undir yfirskriftinni  Evrópa í minni sveit í tengslum við OPEN DAYS 2011. Hér að neðan er að finna ýmsar upplýsingar fyrir sveitarfélög sem hafa hug á að taka þátt í OPEN DAYS 2011 með því að halda viðburð á Íslandi. Tillögur berist skrifstofu Open Days fyrir 27. maí nk.

Nánar...

04. maí 2011 : Námskeið/ráðstefna EFTA um EES-saminginn fer fram 9.-10. júní

efta-logo

Á tveggja ára fresti stendur EFTA að ráðstefnu um valda þætti EES-samingsins. Ráðstefnan, sem fram fer 9.-10. júní, mun kynna þátttakendum starfsemi og skyldur EFTA stofnananna. Orkumál og EFTA-dómstóllinn eru sérstaklega til umfjöllunar að þessu sinni.

Nánar...

11. apr. 2011 : Evrópuvika sjálfbærrar orku hefst í dag

sustainable-energy-week

Evrópuvika sjálfbærrar orku hefst í dag. Vikunni er ætlað að kynna nýjungar í orkunýtingu og tækni, stefnumótun og framkvæmd  á sviði endurnýjanlegrar orku. Í tengslum við vikuna er að finna fjölbreytta dagskrá viðburða  víðsvegar um Evrópu.

Nánar...

01. apr. 2011 : ESB auglýsir eftir umsóknum vegna European Network of Mentors for Women Entrepreneurs

kona-business

Auglýst er eftir umsóknum aðila sem hafa áhuga á að byggja upp net „mentora“ sem geta leiðbeint konum sem hyggja á nýsköpun í atvinnulífinu. Umsóknarfrestur rennur út 20. apríl.

Nánar...

23. mar. 2011 : Annar fundur samninganefndar um byggðamál með framkvæmdastjórn ESB

rynihopur2

Seinni rýnifundur um byggðamál fór fram dagana  21. og 22. mars. Á fundinum útskýrði samningahópurinn íslenska löggjöf og aðstæður sem máli skipta í tengslum við uppbyggingar- og byggðaþróunarsjóði ESB og 22. kafla almennt. 

Nánar...

07. mar. 2011 : Sveitarfélag í Litáen leitar samstarfs um þátttöku í Mannaskiptaáætlun Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna fyrir opinbera stjórnsýslu

logo-norraena

Sveitarfélag í Kaunas, Litáen leitar að íslensku sveitarfélagi til að taka þátt í Mannaskiptaáætlun Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna fyrir opinbera stjórnsýslu. Samstarfið felst m.a. í að taka á móti hópi Litáa sem hyggjast kynna sér nýjungar í stjórnsýslu og skiptast á skoðunum við starfsmenn sveitarfélaga á Norðurlöndum.

Nánar...

14. feb. 2011 : Orkumálaáætlun Evrópusambandsins auglýsir eftir verkefnatillögum

girl

Kallað er eftir verkefnatillögum á ýmsum sviðum en lögaðilar í ESB, Noregi, á Íslandi, Liechtenstein og Króatíu geta sótt um styrki til verkefna. Krafa er gerð um að að umsókn standi aðilar frá að minnsta kosti þremur mismunandi löndum, nema í tilfelli verkefna sem falla undir Mobilising local energy investments. Þar geta einstök sveitarfélög sótt um, sér eða saman, og ekki er gerð krafa um samstarf við önnur lönd. Umsóknarfrestur rennur út 12. maí.

Nánar...
Síða 2 af 3