Fréttir og tilkynningar: júní 2011

Fyrirsagnalisti

09. jún. 2011 : Halldór Halldórsson kjörinn forseti sveitarstjórnarvettvangs EFTA

SIS_Althjodamal_760x640

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA, sem haldinn var í Hamar í Noregi í lok maí, kaus Halldór Halldórsson, formann sambandsins, forseta vettvangsins næsta árið og tekur hann við af Halvdan Skard formanni norska sveitarfélagasambandsins, KS. Næsti fundur verður væntanlega haldinn í lok nóvember í tengslum við EFTA fundi í Brussel.

Nánar...

01. jún. 2011 : Sveitarstjórnarvettvangur EFTA ályktar um opinber innkaup og lagskipt stjórnkerfi (e. multilevel governance)

2010-11-26-forum-group-256px

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA hélt 3. fund sinn í Hamar, Noregi 31. maí-1. júní sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstiganna í EES EFTA löndunum gagnvart ESB. Í honum eiga sæti allt að sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands. Nánar um sveitarstjórnarvettvanginn.

Nánar...