Fréttir og tilkynningar: maí 2011

Fyrirsagnalisti

26. maí 2011 : Úrgangsmál á döfinni hjá Evrópusambandinu

rusl

Úrgangsreglur Evrópusambandsins eru hluti af EES-samningnum og því ber Íslandi að innleiða tilskipanir ESB þegar þær hafa verið teknar inn í samninginn. Meðhöndlun úrgangs er að stórum hluta á ábyrgð sveitarfélaga og því er brýnt að fylgjast vel með úrgangsmálum á döfinni hjá ESB.

Nánar...

23. maí 2011 : Á döfinni hjá vinnuveitendahópi Evrópusamtaka sveitarfélaga í Brussel

Solutions_for_employers

Vinnuveitendahópur Evrópusamtaka sveitarfélaga fjallar um vinnumarkaðsmál er lúta að sveitarfélögum. Samband íslenskra sveitarfélaga tekur þátt í starfinu en hér að neðan er að finna umfjöllun um helstu viðfangsefni vorfundar hópsins 2011.

Nánar...

06. maí 2011 : „Snjallréttur“ - framkvæmdastjórn ESB kynnir tillögur um umbætur í lagasetningu

red_tape
Í lok síðast árs sendi framkvæmdastjórn ESB þinginu og ráðinu orðsendingu (e. communication) sem ber yfirskriftina Smart regulation in the European Union.   Skjalið er framhald umbótavinnu sem hófst árið 2001 en á réttum áratug hefur lagasetning sambandsins batnað nokkuð að því er varðar þátttöku sveitarstjórnarstigsins og héraða í þróun og útfærslu löggjafar og mati á áhrifum hennar. Lissabon-sáttmálinn styrkti aðkomu sveitarstjórnarstigsins umtalsvert en enn skortir á að samráð sé fullnægjandi. 
Nánar...

04. maí 2011 : Atburðir á Íslandi í tengslum við Open Days 2011

logo_od2011

Rúmlega 200 staðbundnir viðburðir hafa verið skráðir undir yfirskriftinni  Evrópa í minni sveit í tengslum við OPEN DAYS 2011. Hér að neðan er að finna ýmsar upplýsingar fyrir sveitarfélög sem hafa hug á að taka þátt í OPEN DAYS 2011 með því að halda viðburð á Íslandi. Tillögur berist skrifstofu Open Days fyrir 27. maí nk.

Nánar...

04. maí 2011 : Námskeið/ráðstefna EFTA um EES-saminginn fer fram 9.-10. júní

efta-logo

Á tveggja ára fresti stendur EFTA að ráðstefnu um valda þætti EES-samingsins. Ráðstefnan, sem fram fer 9.-10. júní, mun kynna þátttakendum starfsemi og skyldur EFTA stofnananna. Orkumál og EFTA-dómstóllinn eru sérstaklega til umfjöllunar að þessu sinni.

Nánar...