Fréttir og tilkynningar: febrúar 2011

Fyrirsagnalisti

14. feb. 2011 : Orkumálaáætlun Evrópusambandsins auglýsir eftir verkefnatillögum

girl

Kallað er eftir verkefnatillögum á ýmsum sviðum en lögaðilar í ESB, Noregi, á Íslandi, Liechtenstein og Króatíu geta sótt um styrki til verkefna. Krafa er gerð um að að umsókn standi aðilar frá að minnsta kosti þremur mismunandi löndum, nema í tilfelli verkefna sem falla undir Mobilising local energy investments. Þar geta einstök sveitarfélög sótt um, sér eða saman, og ekki er gerð krafa um samstarf við önnur lönd. Umsóknarfrestur rennur út 12. maí.

Nánar...

11. feb. 2011 : Ný tækifæri fyrir sveitarfélög í Menntaáætlun Evrópusambandsins

SIS_Stjornsysla_sveitarfel_190x160

Ný áætlun Comenius Regio (svæðasamstarf) aðstoðar sveitastjórnir og svæðisskrifstofur að setja af stað evrópsk samvinnuverkefni á sviði skólamála. Umsóknarfrestur rennur út 21. febrúar. Einnig hefur verið auglýst eftir umsóknum um námsferðir þar sem sveitarstjórnarmenn, yfirmenn skólmála,  sérfræðingar á sviði menntunar o.fl. geta sótt um styrki til að kynna sér menntamál í öðrum Evrópulöndum. Frestur rennur út 31. mars.

Nánar...

08. feb. 2011 : Sveitarfélagið Monza á Ítalíu leitar samstarfsaðila í æskulýðsverkefni

Leitað er samstarfs um verkefnið I'M EUROPEAN ON AIR sem ætlað er að efla þátttöku ungs fólks í samfélaginu með tilstilli upplýsingatækni, einkum vefútvarps.

Nánar...

07. feb. 2011 : Hérað í Wales leitar að samstarfsaðilum í tónlistarverkefni

Conwy County Borough Council leitar að samstarfsaðilum í verkefni sem fellur undir Ungmennáætlun ESB

Nánar...

07. feb. 2011 : Norræn sveitarstjórnarráðstefna í Finnlandi 5.-6. maí 2011

SIS_Althjodamal_760x640

Finnska og sænska sveitarfélagasambandið standa fyrir ráðstefnunni sem er sérstaklega ætluð norrænum sveitarstjórnarmönnum, bæði pólitískum og ráðnum stjórnendum sveitarfélaga. Yfirskriftin er: Velferðarþjónusta í norrænum sveitarfélögum og héruðum – Getum við staðið undir henni? 

Nánar...

03. feb. 2011 : Samningahópur um byggðamál fundar með framkvæmdastjórn ESB

Rýnifundur

Fyrsti rýnifundur um byggðamál með framkvæmdastjórn ESB fór fram í Brussel dagana 31. janúar og 1. febrúar

Nánar...