Fréttir og tilkynningar: janúar 2011

Fyrirsagnalisti

24. jan. 2011 : Norðurslóðaáætlunin auglýsir eftir umsóknum

npp

Markmið Norðuslóðaáætlunarinnar er að styrkja norðurslóðir Evrópu á sviði efnahags-, félags- og umhverfismála. Einkum er lögð áhersla á tvennt, þ.e. annarsvegar ýmiskonar nýsköpun og samkeppnishæfni og hinsvegar sjálfbæra nýtingu auðlinda og eflingu samfélaga. Undir hvort tveggja falla fjölmörg svið er varða sveitarfélög með einum eða öðrum hætti. Umsóknarfrestur er til 21. mars.

Nánar...

24. jan. 2011 : Orkumálaáætlun ESB- Auglýst eftir umsóknum fyrir árið 2011

energy

Intelligent Energy Europe (IEE) er áætlun Evrópusambandsins sem miðar að skynsamlegri orkunýtingu og aukinni noktun endurnýjanlegra orkulinda. Umsóknarfrestur rennur út 11. maí n.k.

Nánar...

21. jan. 2011 : 2011 - Evrópuár sjálfboðaliðastarfs

EYVCmyk-EN

Ár hvert tilnefnir ESB þema sem lögð er sérstök áhersla á í evrópsku samstarfi. Framkvæmdastjórn ESB telur sjálfboðaliðstarf mikilvægan hluta borgaralegrar þátttöku og til þess fallið að styrkja samevrópsk gildi s.s. samstöðu og félagslega samheldni.

Nánar...