Fréttir og tilkynningar: 2011

Fyrirsagnalisti

13. des. 2011 : Evrópusamtök sveitarfélaga kalla eftir aukinni þátttöku sveitarstjórnarstigsins í ákvörðunartöku á vettvangi ESB

barrosso-policy-com

Stefnumótunarnefnd Evrópusamtaka sveitarfélaga (Council of European Municipalities and Regions) (CEMR) fundaði í Brussel 12.-13. desember. Samband íslenskra sveitarfélaga tekur þátt í starfi CEMR sem eru stærstu samtök sveitarstjórnarstigsins í Evrópu.

Nánar...

30. nóv. 2011 : Hvernig er aðkoma sveitarfélaga og landshluta að evrópskum byggðamálum?

seminor

Dagana 21-25. nóvember voru haldnir kynningarfundir um evrópsk byggðamál á Akureyri, Borgarnesi, Ísafirði, Reiðarfirði, í Reykjanesbæ, á Sauðárkróki og Selfossi.

Nánar...

17. nóv. 2011 : Sveitarstjórnarvettvangur EFTA ályktar um almannaþjónustu og orkunýtni

2010-11-26-forum-group-web

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA hélt fjórða fund sinn í Brussel, 14.-15. nóvember sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstiganna í EES EFTA löndunum gagnvart ESB. Í honum eiga sæti allt að sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands.

Nánar...

08. nóv. 2011 : Borgir framtíðarinnar - framkvæmdastjórn ESB birtir áhugaverða skýrslu um stöðu þéttbýlissvæða í Evrópu

borg

Í október birti framkvæmdastjórn ESB áhugaverða skýrslu um framtíð borga í Evrópu. Skýrslan er afrakstur könnunar sem ætlað var að leiða í ljós þær áskoranir sem borgir í Evrópu glíma við á næstu árum, tækifæri til þróunar í þéttbýli í framtíðinni og hlutverk borga í byggðaþróun og framkvæmd Evrópu2020-stefnunnar.

Nánar...

17. okt. 2011 : Comenius Regio tengslaráðstefna –  tenging  skólastiga

SIS_Althjodamal_760x640

Landskrifstofa menntaáætlunar ESB stendur fyrir evrópskri tengslaráðstefnu í Reykjavík dagana 2-5 nóvember. Meginmarkmið ráðstefnunnar er að skapa vettvang fyrir skólayfirvöld út um allt land til að finna samstarfsaðila í evrópu til að vinna saman að tveggja landa Comenius regio samstarfi.

Nánar...

13. sep. 2011 : Frá Brussel til Breiðdalshrepps - upplýsingarit Brussel-skrifstofu, fyrri hluti 2011, er nú komið út

house-of-muncip-brussels

Stefnumótun og löggjöf Evrópusambandsins hefur víðtæk áhrif á íslensk sveitarfélög í gegnum EES-samninginn. Áhrifin ná til flestra málaflokka sveitarfélaga, þó í mismiklum mæli sé. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur, með stuðningi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, starfrækt skrifstofu í Brussel síðan 2006. Skrifstofan annast hagsmunagæslu fyrir íslensk sveitarfélög í Brussel og miðlar upplýsingum um Evrópumál til sveitarfélaga og sambandsins. Upplýsingarit skrifstofunnar um helstu nýmæli hjá ESB og EFTA á fyrri hluta þessa árs sem snerta sveitarfélög er nú komið út. 

Nánar...

09. jún. 2011 : Halldór Halldórsson kjörinn forseti sveitarstjórnarvettvangs EFTA

SIS_Althjodamal_760x640

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA, sem haldinn var í Hamar í Noregi í lok maí, kaus Halldór Halldórsson, formann sambandsins, forseta vettvangsins næsta árið og tekur hann við af Halvdan Skard formanni norska sveitarfélagasambandsins, KS. Næsti fundur verður væntanlega haldinn í lok nóvember í tengslum við EFTA fundi í Brussel.

Nánar...

01. jún. 2011 : Sveitarstjórnarvettvangur EFTA ályktar um opinber innkaup og lagskipt stjórnkerfi (e. multilevel governance)

2010-11-26-forum-group-256px

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA hélt 3. fund sinn í Hamar, Noregi 31. maí-1. júní sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstiganna í EES EFTA löndunum gagnvart ESB. Í honum eiga sæti allt að sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands. Nánar um sveitarstjórnarvettvanginn.

Nánar...

26. maí 2011 : Úrgangsmál á döfinni hjá Evrópusambandinu

rusl

Úrgangsreglur Evrópusambandsins eru hluti af EES-samningnum og því ber Íslandi að innleiða tilskipanir ESB þegar þær hafa verið teknar inn í samninginn. Meðhöndlun úrgangs er að stórum hluta á ábyrgð sveitarfélaga og því er brýnt að fylgjast vel með úrgangsmálum á döfinni hjá ESB.

Nánar...
Síða 1 af 3