Fréttir og tilkynningar: desember 2010

Fyrirsagnalisti

14. des. 2010 : Annar fundur Sveitarstjórnarvettvangs EFTA haldinn í Brussel

2010-11-26-forum-group-256px

Við gerð EES-samningsins var ekki ljóst hversu mikil áhrif hann myndi hafa á sveitarfélög í EES-EFTA löndunum. Sveitarstjórnarstiginu var því ekki tryggð nein aðkoma að EES-samstarfinu. Síðar kom í ljós að stór hluti af evrópskri löggjöf sem innleidd er í gegnum EES-samninginn hefur áhrif á sveitarfélög, allt að 70% að því er talið er, auk þess sem samningurinn tryggir sveitarfélögum aðgang að fjölmörgum evrópskum samstarfsáætlunum. Sveitarstjórnarstigið hefur því mikilla hagsmuna að gæta í EES-samstarfinu og í nokkur ár hafa íslenska og norska sveitarfélagasambandið beitt sér fyrir því að geta tengst því.

Nánar...

10. des. 2010 : Nýr forseti Evrópusamtaka sveitarfélaga kjörinn í Lúxemborg

CEMR-policy-committee

Stefnumótunarnefnd (Policy Committee) Evrópusamtaka sveitarfélaga (Council of European Municipalities and Regions) (CEMR) fundaði í Mondorf-les-bains í Lúxemborg dagana 6.-7. desember sl. 

Nánar...