Þrír kjarasamningar samþykktir

Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á því að nýlega voru kjarasamningar við félagsmenn í Skólastjórafélagi Íslands, Félagi stjórnenda leikskóla og LSS vegna stjórnenda slökkviliða samþykktir.

Skólastjórafélag Íslands

Félagsmenn í Skólastjórafélagi Íslands (SÍ) hafa nú samþykkt nýjan kjarasamning sem gildir til 30. september 2023

Á kjörskrá voru 687. Atkvæði greiddu 450 eða 65,50%. 

  • Já sögðu 396 eða 88%
  • Nei sögðu 45 eða 10%
  • Auðir seðlar voru 9 eða 2%

Kjarasamningur SÍ og SNS

Félag stjórnenda leikskóla

Félagsmenn í Félagi stjórnenda leikskóla (FSL) hafa samþykkt nýjan kjarasamning sem gildir til 30. september 2023

Á kjörskrá voru 421. Atkvæði greiddu 268 eða 63,66%. 

  • Já sögðu 137 eða 51,12%
  • Nei sögðu 127 eða 47,39%
  • Auðir seðlar voru 4 eða 1,49%

Kjarasamningur FSL og SNS

LSS vegna stjórnenda slökkviliða

Nýr samningur LSS vegna stjórnenda stökkviliða var jafnframt samþykktur í lok ágúst sem gildir til 30. september 2023.

Kjarasamningur LSS vegna stjórnenda slökkviliða og SNS