Þrettán sveitarfélögum stendur til boða 180 milljónir í styrki

Fjarskiptasjóður hefur lokið yfirferð á styrkumsóknum í B-hluta Ísland ljóstengt 2021 og vegna ljósleiðarastofnstrengja. Þrettán sveitarfélögum stendur til boða samtals 180 milljónir króna. Tilboð fjarskiptasjóðs nær til allra styrkhæfra staða sem sótt var um í þessari lokaúthlutun verkefnisins.

DCIM100MEDIADJI_0024.JPG

Eftirfarandi styrkupphæðir standa sveitarfélögum til boða vegna tilgreindra styrkbeiðna eða áfanga.

SveitarfélagStyrkbeiðniÁfangarStyrkupphæð í boði kr.
Akrahreppur3 6.000.000
AkureyrarbærStofnstrengur til Hríseyjar6.000.000
Árneshreppur 1, 2, 325.200.000
ÁrneshreppurStofnstrengur til Djúpavíkur21.300.000
Dalabyggð2 3.500.000
Húnaþing vestra11, 233.500.000
Fjarðabyggð 1, 217.000.000
Ísafjarðarbær 1, 2, 3, 414.000.000
Múlaþing1Berufjörður27.000.000
Reykjanesbær     7.000.000
Skaftárhreppur        2.400.000
Strandabyggð2    2.200.000
Suðurnesjabær     12.700.000
Tálknafjarðarhreppur2 2.200.000

Frestur sveitarfélaga til að þiggja eða hafna tilboði fjarskiptasjóðs um styrki rennur út miðvikudaginn 17. mars nk. kl. 12:00. Tilkynning þar að lútandi sendist á netfangið otto.winther@srn.is.

Skuldbinding um greiðslu er með fyrirvara um útfærslu og undirritun samnings.

Til viðbótar stendur Múlaþingi til boða 71.000.000 kr. (vegna Fljótsdalshéraðs) og Borgarbyggð 181.000.000 kr. á þessu ári, sem síðustu áfangagreiðslur í þeirra ljósleiðaraverkefnum á grundvelli Ísland ljóstengt.