Þingsályktunartillaga um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga

Í samráðsgátt er nú til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Á landsþingi sambandsins sem haldið var fyrir helgi, var umsögn sambandsins borin undir þingið og samþykkt.

Í samráðsgátt er nú til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Á landsþingi sambandsins sem haldið var fyrir helgi, var umsögn sambandsins borin undir þingið og samþykkt.

Samkvæmt ákvæðum sem bætt var við sveitarstjórnarlög sumarið 2018 skal ráðherra sveitarstjórnarmála leggja að minnsta kosti á þriggja ára fresti fram tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Sl. vor lagði starfshópur, sem ráðherra skipaði, fram umræðuskjal „Grænbók“ þar sem settar voru fram 50 lykilspurningar sem varða áherslur og ýmsar áskoranir sem sveitarstjórnarstigið stendur frammi fyrir.

Nú liggur fyrir tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Sett eru fram tvö megin markmið, sem kynnt voru í grænbókinni og mótuð frekar með hliðsjón af samráði og umsögnum sem bárust í tengslum við hana. Það fyrra lýtur að sjálfbærni sveitarfélaga og lýðræðislegri starfsemi þeirra og það seinna lýtur að sjálfsstjórn sveitarfélaga og ábyrgð þeirra, m.a. við að tryggja sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu.

Auk umsagnar sambandsins, sem samþykkt var á landsþingi sl. föstudag, hafa 16 sveitarfélög sent inn umsagnir um tillöguna nú þegar en umsóknarfrestur rennur út í dag, 10. september.