Þingsályktunartillaga um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga í samráðsgátt

Athygli sveitarstjórnarmanna er vakin á því að Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga er komin í samráðsgátt. Allir geta sent inn umsögn og ábendingar og því um að ræða mikilvægt tækifæri til að hafa áhrif á stefnuna. Umsóknarfrestur er til 10. september 2019.

Athygli sveitarstjórnarmanna er vakin á því að Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga er komin í samráðsgátt. Allir geta sent inn umsögn og ábendingar og því um að ræða mikilvægt tækifæri til að hafa áhrif á stefnuna. Umsóknarfrestur er til 10. september 2019.

Sumarið 2018 var bætt við sveitarstjórnarlög ákvæðum um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins í málefnum sveitarfélaga. Samkvæmt þeim skal ráðherra sveitarstjórnarmála leggja að minnsta kosti á þriggja ára fresti fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga til fimmtán ára í senn. Í áætluninni skal jafnframt mörkuð aðgerðaáætlun til næstu fimm ára á þessu sviði.

Með bréfi dags. 27. desember 2018 fól ráðherra starfshópi að undirbúa stefnumótunina og lagði jafnframt áherslu á að viðhaft yrði víðtækt samráð um land allt, sem kæmi til viðbótar við það samráð sem þegar hafði farið fram í samstarfi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, annarra ráðuneyta og Sambands íslenskra sveitarfélaga um stöðu og framtíð sveitarstjórnarstigsins.

Þann 30. apríl sl. sendi starfshópurinn frá sér umræðuskjalið „Grænbók – Stefna um málefni sveitarfélaga“ en með því var almenningi og hagsmunaaðilum boðið að koma á framfæri sínum sjónarmiðum um álitaefni, viðfangsefni og framtíðarsýn, sem nýst gætu við stefnumótunina. Í grænbókinni voru settar fram 50 lykilspurningar sem varða áherslur og ýmsar áskoranir sem sveitarstjórnarstigið stendur frammi fyrir. Samráðsfundir starfshópsins með sveitarstjórnarfólki voru haldnir um allt land þar sem grænbókin var kynnt og rædd. Þessu samhliða var grænbókin lögð til umsagnar í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Grænbókina og fylgiskjöl með henni, samantekt yfir umsagnir sem bárust og frásagnir af kynningarfundum má finna í samtengdu máli neðar á síðunni.

Í þingsályktunartillögunni sem nú liggur fyrir eru sett fram tvö megin markmið sem kynnt voru í grænbókinni og mótuð frekar með hliðsjón af samráði og umsögnum sem bárust í tengslum við hana. Það fyrra lítur að sjálfbærni sveitarfélaga og lýðræðislegri starfsemi þeirra og það seinna lýtur að sjálfsstjórn sveitarfélaga og ábyrgð þeirra, m.a. við að tryggja sem jöfnust réttindi og aðgengi íbúa að þjónustu. Skilgreindar eru margvíslegar áherslur við hvort markmið um sig, sem geta ýmist leitt til beinna og skilgreindra aðgerða eða til samþættingar við aðgerðir í öðrum opinberum áætlunum til að markmiðum áætlunarinnar verði náð.

Í tillögu að aðgerðaáætlun til næstu fimm ára (2019-2023) eru lagðar til 11 skilgreindar aðgerðir sem eiga að tryggja framgang markmiða áætlunarinnar. Gerð er grein fyrir markmiðum, hver ber ábyrgð á framkvæmd, samstarfsaðilum og fleira. Unnið er að því að kostnaðarmeta einstakar aðgerðir og því er ekki gerð grein fyrir kostnaði í tillögunni eins og hún liggur fyrir.