200 milljónir í uppbyggingu fráveitumála hjá sveitarfélögum

Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak. Í tillögunni er lagt til að veitt verði 200 milljónum króna í uppbyggingu fráveitumála hjá sveitarfélögum. 

Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak. Í tillögunni er lagt til að veitt verði 200 milljónum króna í uppbyggingu fráveitumála hjá sveitarfélögum. 

Í tillögunni er lagt til að Alþingi álykti að fela fjármála- og efnahagsráðherra framkvæmd ráðstafana á grundvelli heimilda í fjáraukalögum fyrir árið 2020 um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak til að vinna gegn samdrætti í þjóðarbúskapnum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Í greinargerð með tillögunni segir að ráðstöfun þessi eigi sér ekki hliðstæðu en til hennar er gripið við þær sérstöku aðstæður sem nú ríkja.

Í tillögunni er lagt til að 15.000 m.kr. skiptist milli sjö meginflokka

  1. Viðhald og endurbætur fasteigna (2.008 m.kr)
  2. Nýbyggingar og meiri háttar endurbætur (700 m.kr.)
  3. Samgöngumannvirki (6.210 m.kr.)
  4. Orkuskipti, grænar lausnir og umhverfismál (1.365 m.kr.)
  5. Önnur innviðaverkefni (1.617 m.kr.)
  6. Rannsóknir, nýsköpun og skapandi greinar (1.750 m.kr.)
  7. Stafrænt Ísland og upplýsingatækniverkefni (1.350 m.kr.)

Hver flokkur er síðan sundurliðaður eftir fjárfestingarverkefnum sem dreifast víða um land, m.a. til heilbrigðisstofnana, framhaldsskóla, viðhalds vega, orkuskipta í samgöngum, ofanflóðavarna, framlaga til menningar, íþrótta og lista og til eflingar tækniinnviða. Þá má sérstaklega nefna að 200 milljónir króna eru lagðar í fráveituverkefni hjá sveitarfélögum og 750 milljónir í hafnarframkvæmdir.