Þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga 2024-2038 í umsagnarferli

Athygli sveitarfélaga er vakin á því að frestur til að skila inn umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024-2038 og aðgerðaráætlun árin 2024-2028.

Aðgerðaráætlunin, sem unnin er í samræmi við sveitarstjórnarlög, felur í sér að Alþingi álykti að fram til ársins 2038 skuli unnið að sveitarstjórnarmálum í samræmi við stefnumótandi áætlun og að árin 2024–2028 verði unnið í samræmi við aðgerðaáætlun til að tryggja framgang markmiða stefnumótandi áætlunar.

Í þingsályktunartillögunni er áætluninni skipt niður í fimm megin kafla:

I. Framtíðarsýn og meginmarkmið
II. Lykilviðfangsefni
III. Markmið, mælikvarðar og áherslur
IV. Samstarf um framkvæmd áætlunarinnar og samráð um málefni sveitarfélaga
V. Aðgerðaráætlun fyrir árin 2024-2028

Samband íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög til að kynna sér þingsályktunartillöguna og minnir á að frestur til að skila inn umsögn er til 13. október.