28. mar. 2019

Sveitarfélögin og loftslagsmál - upptökur

Nálgast má upptökur af málþingi Sambands íslenskra sveitarfélga um sveitarfélögin og loftslagsmál vef sambandsins. Uppselt var á málþingið sem um 150 manns sóttu.  Alls tóku 14 framsögumenn til máls og var hver framsaga annarri áhugaverðari. 

Málþingsstjórar voru Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar og Bjarni Jónsson, stjórnarmaður hjá sambandinu og bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Skagafirði. Aðstoð við undirbúning dagskrár veitti Stefán Gíslason hjá Umhverfisráðgjöf Íslands.