Sveitarfélögin og ESA

Á ári hverju afgreiðir ESA – Eftirlitsstofnun EFTA frá sér fjölda mála sem snertir beint eða óbeint sveitarfélögin og rekstur þeirra. Hefur sem dæmi reynt á talsvert af slíkum málum hjá sveitarfélögum í Noregi.

Esa_1527166523675Á ári hverju afgreiðir ESA - Eftirlitsstofnun EFTA frá sér fjölda mála sem snertir beint eða óbeint sveitarfélögin og rekstur þeirra. Hefur sem dæmi reynt á talsvert af slíkum málum hjá sveitarfélögum í Noregi.

Fjallað verður um ESA og starfsemi stofnunarinnar á sveitarstjórnarstigi á málþingi sem fram fer mánudaginn 4. júní nk. Farið verður yfir það sem reynir á í helstu málaflokkum, eins og ríkisstyrkjamálum, útboðsmálum og umhverfismálum, í hverju aðkoma ESA felst og hverju sveitarfélögin þurfi helst að gæta sín á. 

Þá verður einnig fjallað um möguleika sveitarfélaga til að gera athugasemdir og senda kvartanir til ESA, s.s. í þeim tilvikum sem löggjafinn hefur ekki innleitt EES-reglur rétt í íslensk lög, en sambandið hefur í nokkrum tilvikum þurft að gera ýtarlegar athugasemdir við lagafrumvörp af þeim ástæðum.

Halldór Halldórsson, formaður, setur þingið og Guðjón Bragason, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fjallar um ESA og íslenska sveitarstjórnarstigið.

Frá ESA taka til máls Högni Kristjánsson, stjórnarmaður, Ketill Einarsson, lögfræðingur á ríkisstyrkja- og samkeppnissviði, Gunnar Þór Pétursson, framkvæmdastjóri innra markaðssviðs ESA og Gabrielle Somers, aðstoðarframkvæmdastjóri.

Þetta áhugaverða málþing fer fram, eins og áður segir, mánudaginn 4. júní nk.  í Samiðnarsalnum, Borgartúni 30, 6. hæð (hæðinni fyrir ofan sambandið), kl. 13:00 til 16:00

Það er haldið í samstarfi sambandsins og ESA og fer fram á íslensku að undanskildu erindi Gabrielle Somers um umhverfismál, sem verður á ensku. Aðgangur er ókeypis.

Dagskrá og skráning