Sveitarfélögin og aðlögun að loftslagsbreytingum

,,Sveitarfélögin og aðlögun að loftslagsbreytingum“ verður viðfangsefni streymisfundar þann miðvikudaginn 23. júní kl. 09:00-10:30.

Samband íslenskra sveitarfélaga og umhverfis- og auðlindaráðuneytið boðuðu til streymisfundar til að kynna og ræða hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum.

Upptaka frá fundinum.

Sérstök athygli er vakin á því að umsagnafrestur um hvítbókina í Samráðsgátt hefur verið lengdur til 8. júlí.

Aðlögun að loftslagsbreytingum vísar til þess hluta loftslagsaðgerða sem miða að því að auka viðnámsþrótt samfélaga gagnvart loftslagsvá. Nýverið var sett í Samráðsgátt hvítbók um aðlögun að loftslagsbreytingum sem drög að fyrstu stefnu Íslands um viðfangsefnið. Vert er að vekja athygli á að umsagnarfrestur verður framlengdur fram í júlí svo að sveitarfélög hafa rýmri frest til að kynna sér málið. Í framhaldi af gerð hvítbókar á að samþykkja stefnu og skipuleggja áætlanagerð vegna aðlögunar. Sveitarfélög hafa ríku hlutverki að gegna vegna aðlögunar að loftslagsbreytingum en í öðrum löndum eru þau mikilvægir aðilar þegar kemur að skipulagi og framkvæmd aðlögunaraðgerða. Markmið fundarins er að hefja frekara samtal um þessa hlið loftslagsmála og hvernig best er hægt að tryggja þátttöku sveitarfélaga í vinnu vegna aðlögunar sem hvítbókin markar upphaf að.

Dagskrá:

  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra,
    • inngangsorð um aðlögun.
  • Halla Sigrún Sigurðardóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu loftslagsmála,
    • kynning á viðfangsefninu, vinnunni við hvítbók og næstu skrefum.
  • Eygerður Margrétardóttir, sérfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
    • nokkur orð um aðkomu sveitarfélaga að aðlögun að loftslagsbreytingum

Umræður og spurningar.