Á vegum formennskuáætlunar Frakklands fer fram ráðstefna í Marseilles dagana 3.-4. mars.
Ráðstefnan fer einnig fram á netinu og því kjörið tækifæri að taka þátt á netinu og heyra hvað er helst á döfinni varðandi Framtíð Evrópu, en ráðstefnan er haldin í tengslum við áherslur ESB varðandi s.k. “Conference on the Future of Europe”. Á ráðstefnunni í Marseilles verður horft á þessi mál út frá sjónarhóli evrópskra borga, bæja og sveitarfélaga.