Styttist í vefráðstefnu um stafræna umbreytingu sveitarfélaga

Nú styttist í vefráðstefnuna um stafræna umbreytingu sveitarfélaga sem verður haldin næstkomandi miðvikudag, 29. september, kl. 9-12:15.

Yfir 300 manns skráð sig nú þegar og fullbúin dagskrá er tilbúin https://stafraen.sveitarfelog.is/vefradstefna-2021/.

Í dagskránni má nálgast upplýsingar um alla fyrirlesara og viðmælendur. Allir sem hafa ekki skráð sig eru hvattir til að missa ekki af og fá upplýsingar um þau stafrænu samstarfsverkefni sem sveitarfélögin munu vinna að á næsta ári.