Styrkir til meistaranema

Samband íslenskra sveitarfélaga veitir styrki til lokaverkefna á meistarastigi sem fjalla um sveitarstjórnarmál. Umsóknarfrestur er til og með 11. febrúar.

UndirritunMeistaranemarSamband íslenskra sveitarfélaga hefur veitt einu sinni á ári allt að þrjá styrki vegna lokaverkefna um sveitarstjórnarmál á meistarastigi.

Skilyrði fyrir styrkveitingu er, að verkefni sem sótt er um skírskoti til stefnumörkunar sambandsins fyrir árin 2014 til 2018.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 11. febrúar nk. en til úthlutunar eru allt að 750.000 kr. 

Nálgast má á vef sambandsins umsóknargögn ásamt rafrænu umsóknarformi. Á vefsíðu verkefnisins eru einnig birt þau lokaverkefni sem hlotið hafa styrki fram að þessu.

Áhersluþættir vegna styrkveitinga eru einungis leiðbeinandi og heimilt er að sækja um styrki vegna annars konar lokaverkefna. Eina skilyrðið er, eins og áður segir, að verkefni hafi beina skírskotun í stefnumörkun sambandsins fyrir árin 2014-2018.

Nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu helga@samband.is.

Meistarastyrkir eru liður í 70 ára afmælisfagnaði sambandsins og er hér um fjórðu síðustu úthlutun að ræða.

Ljósm: Karl Björnsson, framkvæmdastjóri sambandsins og styrkþegar á síðasta ári, þær Dagný Kristinsdóttir, Anna Sigurjónsdóttir og Ólafía Erla Svansdóttir, undirrita úthlutunarsamning. Í baksýn standandi eru sviðsstjórarnir Anna Guðrún Björnsdóttir og Guðjón Bragason.