Styrkir fyrir sveitarfélög til að setja upp opin þráðlaus net í almenningsrýmum

Evrópusambandið hefur ákveðið að veita sveitarfélögum styrki til að fjármagna uppsetningu opinna þráðlausra neta í almenningsrýmum, s.s. á torgum, í almenningsgörðum og opinberum byggingum s.s. bókasöfnum og heilsugæslustöðvum.  Íslensk sveitarfélög geta sótt um.

Evrópusambandið hefur ákveðið að veita sveitarfélögum styrki til að fjármagna uppsetningu opinna þráðlausra neta í almenningsrýmum, s.s. á torgum, í almenningsgörðum og opinberum byggingum s.s. bókasöfnum og heilsugæslustöðvum.  Íslensk sveitarfélög geta sótt um.

Evrópusambandið veitir styrki til kaupa á búnaði og til uppsetningar hans en styrkþegarnir skuldbinda sig til að greiða fyrir netáskriftina og viðhald búnaðarins í þrjú ár.  Samhliða verða sveitarfélög hvött til að efla rafræna stjórnsýslu sína með sérstöku snjallforriti.

Auglýst verður eftir umsóknum á næstu vikum en almenningsrými þar sem ekki er ókeypis net hafa forgang.

Nánari upplýsingar um WIFI4EU áætlunina er að finna hér