Stuttmyndasamkeppni grunnskólanema um mörk og samþykki

Stuttmyndasamkeppnin SEXAN gefur nemendum í 7. bekk í grunnskólum á Íslandi tækifæri til að fá myndir sínar sýndar á RÚV. Viðfangsefnið er fjórar birtingarmyndir stafræns ofbeldis: samþykki, nektarmyndir, tæling og slagsmál ungmenna.

Sexan er stuttmyndasamkeppni um mörk og samkeppni, fyrir nemendur í 7. bekk grunnskóla. Hver skóli má að hámarki senda þrjár myndir í keppnina og hver þeirra á að fjalla um eina af fjórum birtingarmyndum stafæns ofbeldis, sem eru samþykki, nektarmyndir, tæling eða slagsmál ungmenna.

Þátttakendur hafa frjálsar hendur um handritsgerð, framkvæmd og eftirvinnslu. Dómnefnd velur sex bestu myndirnar.

Stuttmyndirnar verða sýndar á vef UngRÚV í kynfræðsluvikunni 6.-10. febrúar. Umsóknarfrestur er til 28. janúar.

Neyðarlínan, ríkislögreglustjóri, Reykjavíkurborg, fjölmiðlanefnd, Barna- og fjölskyldustofa, Jafnréttisstofa, Samband íslenskra sveitarfélaga og Menntamálastofnun standa fyrir átakinu og vilja með því vekja athygli á mikilvægi marka og samþykkis.

Hér má skila inn stuttmyndum.