09. okt. 2015

Umsögn sambandsins um forsendur fjárlaga

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent nefndasviði Alþingis umsögn sína um frumvarp um forsendur fjálaga, 2. mál. Meðal þess sem sambandið leggur áherslu á í umsögn sinni er að framlög til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða eru lægri en æskilegt er til að mæta hraðri fjölgun erlendra ferðamanna sem koma til landsins, kostnaður við móttöku hælisleitenda og flóttafólks er vanmetinn og að óbreyttu vantar 50 m.kr. á árinu 2016 til þess að NPA verkefnið sé fjármagnað með fullnægjandi hætti út frá áætlunum sem gerðar hafa verið.

Einnig er í umsögninni minnt á nokkur atriði sem varða sveitarfélögin og þau hafa lagt áherslu á að unnin séu af hálfu ríkisvaldsins, m.a. eflingu rafrænnar stjórnsýslu, verkefni til að draga úr bóta- og skattsvikum og ljósleiðarvæðingu landsins.

Þá óskar sambandið eftir því að fulltrúar þeirra eigi sem fyrst fund með efnahags- og viðskiptanefnd og fjárlaganefnd til að ræða þær ábendingar sem fram koma í umsögninni.