Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál

Boðað er til stofnfundar samstarfsvettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál. Stofnfundurinn verður 19. júní nk. kl. 13:00 til 14:30 í Reykjavík.

Boðað er til stofnfundar samstarfsvettvangs sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmiðin og loftslagsmál. Stofnfundurinn verður 19. júní nk. kl. 13:00 til 14:30 í Reykjavík.

Dagskrá fundarins verður ásamt fundarstað kynnt síðar. Fundarþátttaka á skype verður í boði fyrir þá sem vilja.

Aðdragandi málsins er sá að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti á 868. fundi sínum  bókun þess efnis, að sambandið kanni áhuga sveitarfélaga á stofnun samstarfsvettvangs fyrir heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður sambandsins, hafði áður nefnt þann möguleika, á fjölsóttum kynningarfundi sem haldinn var á Grand hóteli í febrúar síðastliðnum. Endurspeglaði fundurinn vel þann áhuga sem ríkir um allt land á heimsmarkmiðunum.

Þá hafa loftslagsmál margfaldað vægi sitt á stuttum tíma innan sveitarstjórnarmála. Lagt er því til að samráðsvettvangurinn fjalli einnig um þann málaflokk, enda taka heimsmarkmiðin til loftslagsmála með margvíslegu móti.

Á meðal þeirra verkefna sem nýi samstarfsvettvangurinn gæti tekið til má nefna sameiginlega framtíðarsýn sveitarfélaganna vegna heimsmarkmiðanna og loftslagsmála, samstarf sveitarfélaga, sameiginleg stjórntæki og verkfærakistur, hagnýta þekkingaröflun og þekkingarmiðlun, aðgerðir vegna fyrirhugaðra orkuskipta og fjármögnun aðgerða, svo að fátt eitt sé nefnt.

Þau sveitarfélög sem vilja gerst aðilar tilnefna 1-2 tengiliði. Útbúið hefur verið rafrænt eyðublað fyrir skráningu tengiliðs(-liða) sveitarfélagsins sem fylla verður út og jafngildir sú skráning aðild að vettvangnum. Tengill á eyðublaðið

Þess má svo geta að stofnfundur samráðsvettvangsins verður öllum opinn og eru þátttakendur beðnir um að skrá sig hér, bæði þeir sem ætla að mæta á fundinn og svo einnig þeir sem ætla að taka þátt með skype.

Nánari upplýsingar veita Eygerður Margrétardóttir, eygerdur@samband.is
Einnig má hafa samband í síma 515 4900.

Skráningarfrestur fyrir tengiliði og á stofnfundinn er til og með 14. júní nk.