Sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs heitir Suðurnesjabær

Sveitarstjórnarráðuneytið hefur samþykkt Suðurnesjabæ sem nýtt heiti á sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs. Tók samþykkt ráðuneytisins gildi nú á nýársdag. Íbúakosningar fóru fram í nóvember sl. og hlaut nýja nafnið 75% atkvæða. 

Sveitarstjórnarráðuneytið hefur samþykkt Suðurnesjabæ sem nýtt heiti á sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs. Tók samþykkt ráðuneytisins gildi nú á nýársdag. Val á nýju heiti fór fram í nóvember sl. og hlaut sigurtillagan 75% atkvæða. 

Kosið var um þrjár tillögur og voru niðurstöður þær að Suðurnesjabær fékk 75,3% atkvæða, Sveitarfélagið Miðgarðar hlaut 17,1% atkvæða og Heiðarbyggð 6%. Hönnun á merki nýja sveitarfélagsins stendur yfir.

Sameining sveitarfélaganna var samþykkt í íbúakosningum síðla árs 2017 og fór sameiningarferlið af stað fljótlega í framhaldi af því. Í viðtali á vef ruv.is segist Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, telja að almenn ánægja sé með nýja nafnið.